Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1995, Page 11

Skinfaxi - 01.08.1995, Page 11
breyst mikið frá því að hann var ungur? Hún hefur nú örugglega breyst. Eins og flestir vita var ungmennafélagsandinn fyrst á tímum „frjálst Island" og „Island allt" í kringum sjálfstæðisbaráttuna og þá var allt annað hugarfar hjá fólki en það er í dag. Nú telja margir eflaust gamaldags að vera með slíka hugmyndafræði og margir líta eingöngu á ungmennafélags- hreyfinguna sem íþróttahreyfingu. Eg held að „gamla" hugsunin eigi ekki síður erindi nú á tímurn og maður veit aldrei hvenær sprettur upp þessi sama þörf sem fólk fékk á sínum tíma til þess að rækta þessa tilfinningu í brjóstum sér sem einkenndi ungmenna- félagshreyfinguna á árum áður. Eg held síður en svo að sú þjóðernis- og föðurlandsást sem kom þar fram sé horfin þótt hún fái ekki útrás með sama hætti í dag. Mér finnst að ungmennafélagsstarfsemin hafi þróast eftir sínum lögmálum en geti breyst og farið þá nær uppruna sínurn eða í aðrar áttir. Mestu skiptir að halda áfram að starfa undir þessurn merkjum og hreyfingin aðlagar sig svo að hverju tímabili." En telur Björn að það sé mikil- vægt fyrir samfélagið eins og Island að hafa hreyfingu eins og Ung- mennafélagið? „Ég tel að það sé mjög mikilvægt." Hvað finnst Birni um þá umræðu sem stundum hefur komið upp að Ungmennafélag Islands og Iþrótta- samband Islands væri öflugara samband rynnu þau í eina sæng? „Ef Ungmennafélag Islands skil- greinir sig alfarið sem íþrótta- hreyfingu þá má kannski segja að það sé eðlilegur hluti af Iþrótta- sambandi íslands. Ef það hins vegar skilgreinir sig með öðrum hætti, telur sig líka hafa önnur hlutverk, þá á það ekki heima í íþróttasambandi Islands. Þótt íþróttir séu hluti af starfsemi Ungmennafélagsins sé ég ekki að það sé sjálfgefið að það sam- einist Iþróttasambandi Islands. Ef Ungmennafélag íslands tæki ákvörðun um að vera einvörðu íþróttahreyfing mætti segja, að UMFI væri að ýta til hliðar görnlu hugmyndafræðinni sem áður fyrr bjó að baki. Urn vilja til þess veit ég ekki, hitt er ljóst, að misjöfn mál höfða til fólks á hverjum tíma." Tíu þúsund Láta mun nærri að um 10.000 manns hafi sótt námskeið hjá Félagsmálaskóla UMFI frá upphafi. Markmið skólans er fyrst og fremst að mennta einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar til félagsstarfa. Margir aðrir hafa þó notið góðs af starfsemi skólans og má í því sambandi nefna samstarf skólans við Bankamannaskólann, Björgunarskóla Landsbjargar og SVFI og fleiri aðila. Skólinn starfar í formi námskeiða um land allt. Námskeiðin byggjast upp á þriggja tíma einingum þannig að í boði eru kvöldnámskeið eða nemendur helgarnámskeið allt eftir óskum þess sem námskeiðið heldur. Þannig geta ungmennafélög og aðrir aðilar pantað námskeið ef tryggð er lágmarks þátttaka. Verð á námskeiðunum rniðast við lengd þeirra og kostar hver þriggja tíma eining aðeins 1.000 krónur. Öllurn er heimilt að sækja námskeið skólans. Eftirtalin námskeið eru í boði á haustmisseri 1995: Að brjóta ísinn Betri ræðwnaður Betri fundir frá upphafi Foreldrastarf ífélögum Stjórnun og rekstur félaga Stefnumótun og kynningarmál Gjaldkerinn Leiðtoginn Skattskil ungmennafélaga Öflun og meðhöndlun upplýsinga Tölvunámskeið: Félagatal Mótahald I Mótahald 11 Má bjóða þér námskeið? Námskeiðshaldarar geta valið úr ofangreindum námskeiðum og haldið eitt eða fleiri í hrinu. Þannig getur skólinn t.d. boðið eitt helgar- námskeið sem inniheldur stefnu- mótun, stjórnun og rekstur félaga, gjaldkerastörf og skattskil svo nokkuð sé nefnt. Einnig er hægt að sérsmíða námskeið um önnur mál- efni á sviði félagsstarfs ef þess er óskað. Allar nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð UMFÍ Fellsmúla 26, Reykjavík sírni 568-2929 SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.