Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Síða 17

Skinfaxi - 01.08.1995, Síða 17
OLAFSFJORÐ UR Fengum 67 verðlaun á Andrésar Andar-leiliunum Haraldur Gunnlaugsson er starfsmaður útgerðarfyrirtœkis á Olafsfirði en í frítímanum er hann formaður Skíða- deildar Leifturs. Það stendur mikið til hjá deildinni en þeir eru nú hálfnaðir með byggingu nýs skíðaskála. En hvernig kom það til að hann tók við formennsku skíðadeildar? „Ég tók við formennskunni í október 1994 og má því segja að ég sé svo til nýbyrjaður." En af hverju skíðadeildin? „Ég var mikið á skíðum sjálfur þegar ég var krakki heima á Siglu- firði en aðalástæðan fyrir því að ég fór að starfa fyrir skíðadeildina hér er líklega sú að krakkarnir mínir voru komnir alveg á fullt í íþróttinni. Onnur ástæða er hins vegar sú að kona sem vinnur með mér, sem hafði setið í stjórn í einhvern óratíma, fékk mig fyrst til að hjálpa sér í bókhaldi og öðru slíku fyrir deildina og í framhaldi af því er ég formaður í dag." Er þetta skemmtilegt starf? „Þetta er rosalega mikil vinna en auðvitað er gaman að starfinu, annars væri maður ekki í þessu. Það koma líka toppar, eins og síðasta vetur þegar við unnum meðal annars 67 verðlaun á Andrésar Andar-leikunum - það hefur verið orðað þannig að það sé árangur yfir fræðilegu hámarki. Svo má ekki gleyma Kristni Björnssyni en hann hefur aldrei skíðað betur en í vetur." Er áhuginn á skíðaíþróttum að aukast á Ólafsfirði? „Það var töluverð aukning í fyrra og árið áður en ég held að í ár hafi þetta staðið í stað. Ég merki það aðeins að hann er minni hjá unglingum en það mátti alveg reikna með því þegar nýja íþróttahúsið var tekið í notkun." Hvað er það helsta sem er í gangi hjá Skíðadeild Leifturs? „Það er verið að byggja nýjan skíðaskála yfir og í kringum tvö gömul hús. Fyrsta aðstaðan þarna inn í fjalli var gamall 22 fermetra bílskúr sem við fengum gefins. Svo fyrir nokkrum árum var byggt við hann og þá stækkaði plássið upp í 45 fermetra. Núna gerum við þetta þannig að við byrjuðum að byggja við í norður og tengjum þetta svo allt saman svo þetta verði einn stór og rúmgóður skáli." Er ekkert erfitt að fá sjálfboðaliða til vinnu? „Það hefur nú verið frekar erfitt núna. Við vorum með unga menn sem eyddu öllum sínum stundum með okkur í sumar en nú eru þeir farnir í skóla. Við búumst hins vegar við að fleiri mæti þegar við förum að vinna innandyra." Eitthvað annað á döfinni? „Það er bara allt að fara af stað fyrir veturinn og þjálfaramálin að skýrast. Svo bíður maður bara spenntur eftir fyrsta snjó því það er ekkert hægt að æfa fyrr en hann kemur." Nýi skálinn verður tekinn í notkun fljótlega. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.