Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1995, Page 29

Skinfaxi - 01.08.1995, Page 29
Hlauparar koma í öllum stœrðum og gerðum Björn Margeirsson, UMSS, er ungur að árurn og í dag talinn einn efnilegasti hlaupari okkar s Islendinga. Björn hefur staðið sig frábœrlega vel á mótum í sumar en hann hleypur aðallega í 800 og 1500 metra hlaupum. Við hjá Skinfaxa fengum hann til að svara nokkrum spurningum um sjálfan sig og hlaupin. Hvenær byrjaðir þú að æfa langhlaup? „Eg æfði nú lítið þegar ég var krakki en tók alltaf þátt í einhverjum mótum. Ætli ég hafi ekki verið svona átta ára þegar ég byrjaði að keppa á unglingamótum fyrir norðan." Hefur þú verið keppnishæfur í öðrum íþróttum? „Ég hef verið lang rnest í frjálsum en sem krakki tók ég þátt í öllum íþróttum, s.s. fótbolta og skák." Var það ekki mikil breyting að fara úr hlaupunum og setjast niður og nota bara hugann? „Þetta var öðruvísi, en mér gekk það vel í skákinni og komst til dæmis á landsmót stundum. Núna er ég hættur í öllum öðrurn íþróttum og einbeiti mér algjörlega að hlaup- unum - það er ekki tími í annað." Hvað æfir þú mikið? „I vetur æfði ég allt upp í 6 - 7 sinnum í viku. Æfingarnar eru um tveir tímar en það er með upphitun, teygjum og öllu." Hvernig undirbýrðu þig fyrir hlaup? „Ég er nú svo ungur enn að mér er ráðlagt að lyfta sem allra minnst. Þetta byggist auðvitað aðallega upp á hlaupum en svo eru ýmsar stöðu- æfingar sem þarf að æfa." Er ekkert leiðinlegt að hlaupa á hverjum einasta degi? „Nei, það er ekkert leiðinlegt þegar maður er í góðum félagsskap. Það er líka mikilvægt að vera vel upp- lagður þegar mætt er á æfingu og í góðu skapi. Svo skiptir mjög miklu máli að vera harður við sjálfan sig og það er t.d. oft gott að vera dálítið reiður." Hvaða eiginleikum þarf einstak- lingur að vera búinn til að verða góður langhlaupari? „Hann þarf að vera bæði andlega og líkamlega sterkur, það er númer eitt. Hitt er svo annað að hlauparar koma í öllum stærðum og gerðum en flestir af þessum bestu lang- hlaupurum virðast bara vera nógu léttir." Hvert setur þú stefnuna? „Það hlýtur að vera hægt að setja stefnuna alla leið á toppinn þótt að margir hafi ekki komist þangað enn. Oddur og Jón náðu mjög langt á heimsvísu og það er ekkert sem segir að ég geti ekki gert ennþá betur." En þarf það þá ekkiað koma til að þú yrðir atvinnu- maður? „Það verður enginn góður hlaupari með því að vinna 8 tíma vinnu og fara svo á æfingu. Það þyrftu að koma til einhverjir styrkir og breytt viðhorf. Ég hef t.d. séð það á Norðurlöndunum þar sem ég hef verið að keppa að þar fá krakkarnir allt frítt og jafnvel borgað fyrir að keppa, það er nú ekki svo gott hérna á Islandi." Hvernig er aðstaðan á Islandi fyrir hlaupara? „Það vantar innanhússhöll þar sem hægt væri að æfa íþróttir og þá yrði aðstaðan orðin mjög góð. Það er ekkert hægt að kvarta yfir Laugardalsvellinum þótt að það sé rok og kalt þar - það er bara Island."

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.