Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1995, Side 30

Skinfaxi - 01.08.1995, Side 30
UNGLINGALANDSMOT ður nú sennilega ekld st sem íþróttahetju Það var mikið að gera lijá Valdimari Guðmanns- syni, formanni USAH, í upphafi sumars þegar Unglingalandsmótið var haldð á Blönduósi. Valdimar er ánœgður með útkomu mótsins og segir að hann sé vel tilbúinn að halda mótið aftur, ,,því fyrr því betra^. Við hjá Skinfaxa hringdum í Valdimar og spurðum hann um sambandið, framtíðina og að sjálfsögðu Unglingalandsmótið. En hvað gerir Valdimar þegar hann er ekki að starfa fyrir USAH? „Nú, fyrir utan félagsmáladelluna þá er ég í 50% starfi hjá Verkalýðs- félagi A-Húnvetninga sem formaður þess. Ætli hin 50% verði ekki að teljast til landbúnaðarstarfa eitthvað fram í næsta mánuð, hvað sem þá tekur við." Varst þú sjálfur í íþróttum þegar þú varst yngri? „Eftir að ég fór að starfa í UMF Vorboðanum kom það oft í minn hlut að reyna að plata fólk til að „Ég myndi ekki ^ePPa~til J dæmis a mœla með að héraðsmót. hafa rnótið Þrautaráðið svona dreift. enmín verður nú sennilega ekki minnst sem íþróttahetju." Ert þú eitthvað í íþróttum í dag? „Nei." Af hverju þessi mikli áhugi fyrir félagsstarfi hjá UMFÍ? „Eg hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ungmennafélögin væru sá félagsskapur sem börn og unglingar ættu að hafa aðgang að og þeim væri hvergi betur borgið en undir handleiðslu þeirra." Nú ert þú formaður USAH, hvað ert þú búinn að starfa lengi hjá sambandinu? „Ætli ég geti ekki með sæmilegri samvisku sagt að s.l. 20 - 25 ár hafi ég starfað eitthvað fyrir USAH." Hvað ætlar þú að halda lengi áfram? „Sem stendur er ég formaður USAH og verði mér ekki steypt af stóli hef ég hugsað mér að sinna því starfi í eitt og hálft ár í viðbót eða fram að ársþingi 1997." Hvernig kom það til að unglinga- landsmótið var haldið á Blönduósi? „Þegar unglingalandsmótið var haldið í fyrsta sinn á Dalvík fór um 100 manna hópur héðan. Við vorum þar nokkur sem fórum strax að tala um að þetta mót gætum við hæglega haldið hjá okkur. Síðan kom það í minn hlut sem formaður sambands- ins að vinna þessari hugmynd fylgi hérna heima. I framhaldi af því sendum við inn umsókn til UMFI og framhaldið vita allir." Varst þú ánægður með fram- kvæmd unglingalandsmótsins? „Já. í heild var ég mjög ánægður með mótið, ég hefði hins vegar vilja sjá fleiri keppendur og jafnvel betra veður. Þá reyndist það mjög vel að ráða ekki sérstakan framkvæmda- stjóra, heldur nýta framkvæmda- stjóra sambandsins. Það gerði mótsnefndina miklu virkari." Hvað hefði mátt betur fara? „Það sem við klikkuðum helst á, var að við hefðum þurft að manna stjórnstöð betur, en ég vona að það hafi aðallga bitnað á okkur sjálfum en ekki mótsgestum og keppendum." Var aðstaðan nægilega góð? „Eg held að aðstaða á öllum keppnisstöðum hafi verið nokkuð góð og keppnin sjálf gekk mjög vel. Utgefinn tímaseðill stóðst yfirleitt mjög vel og það segir „Ég mun starfa í sína sögu." Hvernig eÍÉt Og hálft ár í varáhugi viðbót ef mér bæjarbúa á mótinu? verður ekki ,, steypt ai stoli. ahugi J heimamanna kom kannski ekki nógu fljótt, en eftir að alvaran fór af stað opnuðust augu þeirra og þeir fylgdust með." Var áhuginn hjá félögunum nægur fyrir mótinu? „Já, þau stóðu yfirleitt mjög vel með okkur um framkvæmd mótsins. Það má t.d. nefna að golfklúbburinn sá alfarið um golfið, hestaíþróttadeildin um hestaíþróttirnar og taflfélagið um skákina." Er eitthvað sem þú vildir per- sónulega vilja breyta við unglinga- landsmótið? „Eftir á að hyggja rnyndi ég ekki 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.