Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 10
Þetta sögðu þeir -cí 39. sambandsþingi ftffT Stefán Konráðsson aðstoðarframkvæmdastjóri ISI ...íþróttahreyfingin á landinu er orðin gífurlega öflug og má t.d. nefna að knattspyrnusambandið veltir um 200 mill- jónum á ári. Hreyfingin gerir miklar kröfur, kröfur til okkar sem erum í heildarsamtökunum um að standa saman og ekki deila of hart. Ég vil sérstaklega hnykkja á því að Iþróttasamband Islands er mjög áfram um að efla samstarf við Ungmennafélag Islands. Þórir Jónsson greindi frá því hér áðan að við ætluðum að koma tölvumálum okkar til betri vegar og ég tek heilshugar undir það og það er nú þegar farið að vinna að því. En við þurfum að vinna og snúa bökum saman á fleiri stöðum í fleiri málum og við þurfum að stilla saman klukkuna...ég nefni ekki bara tölvumál heldur líka ýmis landsátök sem við gætum staðið saman að, við gætum staðið betur saman að málum gagnvart fjárveitingarvaldinu, gagnvart sveitarfélögunum, í mannvirkjamálum, bókhaldsmálum, skattamálum, fræðslumálum og hér var nefnt áðan t.d. í landsmótum - það mætti alveg athuga það... Júlíus HafsÉein fonnaðui* Olviiipíiiiirfnclni* ...Það var fyrir forystu Jóhannesar Jósepssonar, þess mikla íþrótta- og ungmennafrömuðar, að Islendingar réðust í það að taka fyrst þátt í Olympíuleikunum árið 1908 og það var Jóhannes sem átti heiðurinn að öllum undirbúning og sjálfur tók hann þátt í leikunum sem íþróttamaður í grísk-rómverskri glímu. Það eru fáir sem hafa kynnt sér það en við höfum upþlýsingar um það frá alþjóða fangbragðasambandinu að Jóhannes var þar í fjórða sæti. Það er því enginn vafi á árangri þessa mikla forystumanns ungmennahreyfingarinnar á ólympískum leikum og í raun var sá árangur ekki sleginn út fyrr en að Vilhjálmur Einarsson vann til verðlauna árið 1956... HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 PÓSTHÓLF 225 260 NJARÐVÍK SÍMI 42-15200 TELEFAX 42-14727 Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríklsins ...Svíarnir settu sér markmið árið 1989 að hlutföll kynjanna yrðu sem næst tveimur, þriðju ef það næði ekki alveg að jöfnu. Það gat verið að karlarnir væru fleiri eða færri í stjórnum og nefndum ef það næði bara þessu hlutfalli. Mig langar til að segja frá því að þegar ég fór fyrst á svona stórþing Ungmennafélags íslands þá var það á Húnavöllum. Ég held að ég muni það alveg rétt að á því þingi var engin kona - jú reyndar ein en það var konan mín sem fékk að vera með mér sem gestur. Það sýnir sig vel hér að þið eruð á góðri leið en hér sýnist mér vera vel á þriðja tug kvenna en þegar ég hef verið að hugsa málið þá eigum við varasjóð í allar þessar stjórnir og nefndir í kringum hreyfinguna en það eru allar konurnar okkar. Það er eitthvað sem við ættum að sækja meira í... 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.