Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 35
.m h\í a P@pfe5!t SNK Ljosmynd: Signrj „Nei, það er allt of mikil rigning til að hafa þannig völl hérna. Það eru til margir mismunandi vellir og þeir bestu í heiminum verða að vera góðir á þeim öllum. A Wimbledon-mótinu er til dæmis leikið á grasi, sérstök mót eru á möl og svo eru mót á gervigrasi. Gervigrasið er mjög vinsælt á Islandi og flestir útivellirnir hérna eru gervigrasvellir." Hverjar eru fyrirmyndir þínar í tennis? „I kvennaflokki er það Mary Pearce og í karlaflokki er það Stefan Edberg. Það eru margir góðir en Mary Pearce er uppáhaldið ef ég mætti bara velja einn spilara." Hverjir eru möguleikarnir þínir í tennisíþróttinni? „Eg geri mér ekki alveg grein fyrir því hvaða möguleika ég raunverulega á. Stelpur eru margar mjög ungar þegar þær koma fram á sjónarsviðið en svo er Martina Navratilova til dæmis komin vel á fertugsaldurinn. Eg held að tíminn verði bara að leiða í ljós hversu langt ég kemst en núna er ég að vonast til að komast í skóla í Bandaríkjunum og þá jafnvel fá skólastyrk fyrir tennis - ég held að þar séu mestu möguleikarnir fyrir mig." Attu einhvern eftirminnilegan leik? „Það var kannski helst í sumar þegar ég vann leik á Smáþjóðaleikunum og var þar með fyrsti Islendingurinn til að vinna leik á leikunum - það var rosalega gaman." Hvað eigum við eftir að sjá Hrafnhildi Hannesdóttur lengi í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn? „Það er voðalega erfitt að spá í það í dag hversu lengi ég kem til með að spila en mér finnst líklegt að ég haldi alla vega áfram í 7-8 ár í viðbót."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.