Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 11
Við höfum ekki fotum okkar forr Umhverfisrádherra, Guðmundur Bjarnason, var meðají gesta á 39. sambandsþingi UMFI. Gudmundur stihlabi á stóru í umhverfismálum og hafbi medal annars þetta að segja. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vernda umhverfið okkar og við teljum það, að minnsta kosti á hátíðarstundum, að Island sé hreint land og fagurt með tært loft og ómengað vatn. Þannig í það minnsta getur það verið ef við gætum okkar að umgangast náttúruauðlindir með því hugarfari að svo megi vera áfram. Það er hins vegar líka afar auðvelt að spilla þessu umhverfi, það þarf ekki mikið til og við vitum það að kannski er þessi hugsun um umhverfið, umhverfismál, ekki mjög þróuð hjá okkur íslendingum. Ég held að hún sé meira þróuð hjá nágrannalöndum okkar sumum og afhverju? Vegna þess að þar hafa þeir þurft að ganga í gegnurn erfiðari feril þar sem þeir hafa orðið fyrir áföllum. Þeir hafa orðið fyrir þeim áhrifum að byrja á að spilla umhverfinu og þurfa svo að laga það. Við skulum reyna að byrja ekki á því að spilla því til þess að læra dýrkeypta lexíu, við skulum reyna að vernda það og þar sem að hnökrar eru skulum við reyna að bregðast við hið fyrsta. Það veit ég að verkefni ungmennahreyfingarinnar í sumar átti drýgstan þátt í að vekja fólk til umhugsunar um þetta. Ég verð að vitna um það að einmitt á kynningar- fundinum á Suðurnesjum, þar sem sýnd var fróðleg myndasýning um ástandið í fjörunum þar í kring af umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins en hún vakti mig til umhugsunar að það væri svo sannarlega tímabært að taka til hendinni og að ástandið væri ekki alveg eins gott og við viljum stundum halda. Umhverfisvandamál okkar nú eru þó ekki þessi hefðbundnu mengunarmál, þó að við þurfum að gæta okkar þar, það er fremur uppblásturinn og gróðureyðingin og þar er sannarlega verið að taka á málum. Ég veit að Ungmenna- félagið hefur gert það í gegnum árin með gróðursetningu og ýmislegum öðrum verkefnum á því sviði. Landbúnaði okkar er oft kennt um að vera þar aðal skaðvaldur, auðvitað er hann það sjálfsagt að hluta til en ég hygg þó að miklu fremur megi kenna um almennri búsetu í landinu í gegnum aldirnar - það er að byggðin hefur krafist þess að við gengjum á okkar auðlindir að einhverju leyti og við höfum ekki gætt okkar. Bæði byggingarefni og eldiviður hefur verið tekinn úr skóg- um, kjarri og jarðvegi, við höfum ekki kunnað fótum okkar forráð og fyrir þetta þurfum við að bæta sem ég veit að Ung- mennafélagið hefur verið þátttakandi í. Ég leyfi mér að vænta áframhaldandi samstarfs og góðs stuðnings við ykkar verkefni. Þeir sem vilja nýta sér Heimilisbanka Búnadarbankans geta sinnt öllum almennum bankavioskiptum hvenær sólarhringsins sem er frá sirini eigin tölvu. Viðskiptavinir Heimilisbankans fá aó auki; fjármálahugbúnaðinn Hómer sem er nauðsynlegur til að fullnýta þá möguleika sem bjóðcist með beintengingunni. Búnaðarbankinn er eini bankinn sem býður siíkan fjármálahugbúnað, Nánari uppiýsingar færdu í síma: 525 6344. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAVSTURBANKl - Útíbúið 1 Borgamea ý/ Slmi: 437 2111 M

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.