Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 22
Með tilkomu barnabílstólanna frá VIS hafa orðið tímamót í umrœðunni um öryggi barna í bílum. Verndun barna sem farþegar í bílum er sérstakt svið. Börn geta ekki notað bílbelti fullorðinna. Stœrð barnanna, líkamsbygging, álagsþol og hegðun eru allt þœttir sem hafa ber í liuga er aftan á bifreið er venjulega enginn búnaður sem heldur stólnum kyrrum. Vernda þarf höfuð og háls Börn eru 5% þeirra farþega sem látast eða slasast í umferðarslysum og alls eru um 5000 þeirra farþega, sem láta lífið í umferðarslysum á hverju ári í heiminum, börn. Þegar grannt er skoðað er ljóst að meiðsli barna, sem farþega í bílum, eru með öðru móti en tíðkast meðal fullorðinna. A sama tírna og 30-40% fullorðinna sem slasast hljóta höfuð- meiðsl hljóta rúmlega 80% ungra barna höfuðmeiðsl eða skaddast á andliti. Verndun höfuðs og háls skiptir því meginmáli í þessu sambandi. I árekstra- prófunum má sjá að hröðun á höfði og spenna á hálsi er lítil þar sem í hlut eiga barnabílstólar sem snúa baki í akstursstefnu. í Svíþjóð, þar sem notkun bakvísandi barnabílstóla er rnjög mikil, verða fá dauðsföll eða alvarleg slys á börnum upp að þriggja ára aldri og rannsóknir sýna að þessi aldurshópur er best vernduðu bifreiðafarþegarnir. Rannsóknir sýna jafnframt að bakvísandi stólar vernda barnið betur í hliðar- árekstrum en slíkir árekstrar valda alvarlegustu áverkunum. Við hliðar- árekstur er um að ræða hreyfingu fram á við um leið og ekið er inn í hlið bifreiðarinnar. í framvísandi stól hendist höfuð barnsins fram í stað þess að þrýstast inn í stólinn ef barnið situr í bakvísandi stól. barn STOLL þegar barnabílstólar Á Norðurlöndum, gagnstætt því sem hér á landi hefur tíðkast, hefur lengi viðgengist að vernda börn upp að þriggja ára aldri með því að láta þau sitja í barnabílstólum sem snúa baki í akstursstefnu. Notkun slíkra stóla er algeng meðal margra þjóða þegar í hlut eiga börn á aldrinum 0-6 mánaða. Norðurlandabúar eru þó nánast einir um eru hannaðir. að nota bakvísandi stóla fyrir eldri börn. Víðast hvar í heiminum er fyrirkomulag barnabílstóla fyrir nýbura þannig að þeir eru festir niður með bílbeltunum einum og styðjast hvorki við mælaborðið né sætið fyrir framan. Við árekstur þar sem bílar rekast saman að framan eru bílbeltin og stólgrindin það eina sem á að verja barnið fyrir meiðslum. Þegar ekið Bakvísandi stólar öruggastir Nú eru liðnir 18 mánuðir síðan Vátryggingafélag Islands bauð viðskipta- mönnum sínum upp á að leigja barna- bílstóla frá félaginu á kostnaðarverði. Á þessum tíma hafa verið leigðir út liðlega 3000 stólar og virðist ekkert lát á eftir- spurninni. I upphafi skapaðist mikil umræða í þjóðfélaginu um gildi barna- bílstóla og þá einkanlega um það hvort bakvísandi stólar væru öruggari en aðrir 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.