Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1995, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.10.1995, Qupperneq 23
abílstóll“ og stólar sem fyrir voru á markaði. Sem von er tók það foreldra nokkurn tíma að „sætta sig við" að börn upp að þriggja ára aldri þyrftu að sitja í bakvísandi stólum til þess að öryggi þeirra væri tryggt. VIS tók af öll tvímæli um það með því að benda á rannsóknir Claes Tingvalls, sem er sænskur læknir og prófessor sem stjórnað hefur rann- sóknum á öryggi barnabílstóla í Svíþjóð. A ráðstefnu um öryggi barna í umferð- inni, sem haldin var í Háskólabíói vorið 1994, tók hann af öll tvímæli urn að stólarnir frá Folksam, sem VIS leigir nú út, væru öruggustu barnabílstólar sem völ væri á í heiminum. Máli sínu til stuðnings sýndi hann kvikmynd sem tekin var þegar stólarnir voru prófaðir í rannsóknardeild Folksam auk þess sem hann kynnti niðurstöður margra ára rannsókna sem byggðu á upplýsingum úr umferðarslysum og árekstrum þar í landi. VÍS-stóllinn sá eini sem stóðst öll próf! Nú, liðlega einu og hálfu ári eftir að barnabílstólarnir frá VIS komu fyrst á markað, blandast líklega engum hugur um að bakvísandi stólar eru bestir. Og ef einhver skyldi enn vera í vafa skal bent á grein í bílablaðinu MOTOR sem birtist sl. sumar. Þar var gerð ítarleg, óháð könnun á öryggi barnabílstóla yngstu barnanna í Svíþjóð. Teknir voru 8 algengustu barnabílstólarnir þar í landi en þar á meðal voru MICRO frá VIS, Maxi Cosy og Britaxino en allar þessar tegundir eru einnig í notkun hér á landi. Blaðið stóð fyrir árekstra- prófunum þar sem brúður, af sömu stærð og líkams- þyngd og börn, voru notaðar. Stóllarnir voru prófaðir með tilliti til árekstra framan og aftan á bílinn og frá hlið. Niður- stöðurnar voru ótvíræðar: Aðeins MICRO- stólinn stóðst allar kröfur um öryggi. Með þessum óumdeildu niðurstöðum þurfa foreldrar ekki lengur að velkjast í vafa um öruggustu barnabílstólana. Bakvísandi stólar með stálgrind og hlífðarbúnaði fyrir höfuð og háls er öruggasti kosturinn sem foreldrum býðst fyrir börn sín. Þær kröfur uppfylla stólarnir frá VIS einir stóla á markaði hér á landi. Hver vill hafa barnið sitt í slíkum barnabílstól ef eitthvað útaf ber? Glerbrotunum rigndi yfir okkur Mánudagurinn 14. ágúst líður seint úr minni Guðrúnar H. Jónsdóttur frá Seyðisfirði. Þann dag var liún á ferð í Toyota jeppa fjölskyldunnar ásamt fjóruni börnum á aldrinum 2-11 ára. I botni Reyðarfjarðar varð hún fyrir því óláni að velta bílnum eina og hálfa veltu er hún liugðist taka framúr annarri bifreið. „Eg var með tvö 11 ára börn í bílnum, sem bœði sátu spennt í bílbelti, 3 ára barn, sem sat í MIDI-stól og barn (i fyrsta ári, sem sat í MACRO-barnabílstól. Það er skemmst frá því að segja að öll sluppum við án teljandi meiðslasegir Guðrún og þqkkar barnabílstólunum frá VIS að yngri börnin sluppii eins vel og raun ber vitni. „Glerbrotunum rigndi yfir okkur og það fór ekki á milli mála hversu mikla vörn hjálmurinn á MACRO veitti yngsta barninu - enda vaknaði _ það varla við veltuna! Eg varð líka vör við að hliðarpúðarnir á MIDI- stólnum veittu 3 ára barninu mikinn stuðning. Þessi lífs- reynsla sannaði rœkilega gildi þess að liafa börnin í viðurkenndum öryggis- búnaði. Barnabílstólarnir frá VIS slóðust það próf og vel það.“ SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.