Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 8
Jólahugvekja Verið óhrœddir, því sjá, ég boða yður mikinn fógnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fœddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs.(Lúk. 1:11-12) Við göngum inní aðventuna. Við komum fagnandi til kirkju, njótum kertaljósa og fagurrar tónlistar, sem minnir okkur á þá hátíð sem í vœndum er. Frá og með fyrsta sunnudegi í aðventu megurti við segja að jólaundir- búningurinn hefjist. Aðventan hefur sinn boðskap og sitt innihald, sem við megum ekki gleyma. Konungurinn kemur. Hann er inntakið og sú eilífð, sem hann heitir okkur í samfélagi við sig. Við kveikjum á fyrsta kerti aðventukransins, spádómskertinu, sem minnir okkur á að mörgum öldum fyrir fœðingu Jesú var spáð fyrir um komu hans. I liuga Guðs hafði legið áœtlun með þetta mannkyn í margar aldir. Hann hafði áikveðið að senda son sinn í heiminn í fyllingu tímans okkur til bjargar frá þrœldómi, dauða og myrkri. I fyllingu tímans gerðist það, þegar aðstœður voru þannig, að boðskapur breiddist hratt út, þá kom liann áœtlun sinni í framkvœmd og Jesús fœddist í Betleliem. Sjá, konungur þinn kemur til þín syngjum við á aðventunni. „Sjá hann stendur við dyrnar og knýr á“. Konungurinn er að koma, konungur lífs okkar, konungur sem ci að sitja í hásœti lífs okkar og verða hið ríkjandi afl í allri tilveru okkar. Konungurinn er að koma og því skulum við einbeita okkur að því ncestu vikurnar að undirbúa jólin með því hugarfari, að við séum að fagna komu Jesú Krists, fagna því að liann er frelsari okkar, sem leyst hefur okkur undan þrœldómi, böli og myrkri. Hann er konungur Ijóssins, sem ekkert getur skyggt á nema okkar eigin blinda fyrir kœrleika hans. Jól, án boðskaparins um Jesú Krist er brothœttu fógnuður, sem getur hrunið við minnsta hnjask. Slík jól skilja ekkert eftir, nema tómleikann í hjarta okkar þegar allt er um garð gengið. Við höfum öll þörffyrir uppfyllingu spádómanna, fyrirgefningu og kœrleika. Þennan óumrœðanlega leyndardóm, sem Jesús Kristur enn getur veitt okkur. Við hljótum að fyllast tilgangsleysi og lómleika ef spádómarnir um frelsið og friðinn verða ekki uppfylltir hjá okkur á jólunum, þegar öll hin ytri umgjörð er gerð fyrir uppfyllingu þeirra. Tileinkum okkur því þennan sannleika á þessari aðventu, þannig að hún verði innihaldsrík og fyllt af gleði kœrleika hans. Ef við byggjum undirbúning jólanna á traustum grunni og einbeitum okkur að því að undirbúa komu Krists nœr kœrleikurinn að festa dýpri rcetur í hjarta okkar og tilgangur jólanna nœr takmarki sínu. Enn er tími til stefiiu. Notum tímann því fram að jólum til að undirbúa huga okkar og íhuga hvern tilgang fœðing frelsara okkar Jesú Krists hefur fyrir okkur hvert og eitt í okkar daglega lífi. Bjóðum konunginn velkominn inní líf okkar. „Sjá hann stendur við dyrnar og knýr á“. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól og blessunaríkt nýtt ár Sigríður Guðmundsdóttir sóknarprestur Hvanneyrarprestakalli 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.