Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 30
dæmis mikla áherslu á að þessi undirstaða sé fyrir hendi og að íþróttamenn stundi fleiri en eina íþrótt. Við getum tekið sem dæmi að ef þú ert alltaf bara í körfubolta æfir þú alltaf sömu vöðvana og þá aukast möguleikarnir á meiðslum annarra vöðva. Tómas: Ef þú lítur bara á þessa bestu í NBA þá eru þetta oft menn sem voru í öllum íþróttum og gátu jafnvel valið um í hvaða íþrótt þeir vildu verða atvinnumenn. Þessir leikmenn verða miklu fjölhæfari og líkamlega sterk- ari. Nú eru mjög misjafnar skoð- anir á því hversu langt skal keyra krakkana áfram til að vinna. Hvað finnst ykkur um mikil- vægi þess að sigra í yngri flokkum? Anna: Við erum með mjög ákveðnar skoð- anir um þessi mál. Það er allt of mikið gert upp úr keppni í íþróttum yngri krakka og mér finnst persónulega að krakkar eigi ekki að keppa neitt að ráði fyrr en þau eru orðin tólf, þrettán ára gömul. Ég er t.d. á móti því að það séu skráð íslandsmet og önnur met hjá krökkum sem þroskast mismun- andi hratt og úrslitin gefa því ekki alltaf rétta mynd af getu krakkanna. Þetta er hvorki réttlátt fyrir þá sem eru stærri og vinna kannski bara þess vegna eða fyrir hina sem eru minni og dragast þess vegna aftur úr. Það hefur sýnt sig aftur og aftur að þeir krakkar sem eru fljótþroska og vön því að vinna þola ekki álagið sem kemur á þau þegar hinir sem eru minni ná þeim að stærð og verða jafnvel miklu betri - þetta verður oft til þess að þau hætta. Tómas: Ég hef tekið eftir því í körfunni að það eru allt of margir þjálfarar sem standa á hliðarlínunni og eina sem þeir gera er að æsa krakkana upp og skamma þá þegar þeir gera vitleysu. Þetta veldur því að krakkarnir verða oft stressaðir á vellinum og spila ekki jafn vel þar sem þeir eru hræddir við að gera mistök. Það eru margir þjálfarar yngri flokka sem halda að það sé alltaf mikilvægast að vinna en það geta ekki allir alltaf unnið. Þeir gleyma oft mikilvægi þess að leiðbeina og undirbúa krakkana fyrir framtíðina. Nú vilja flestir forráðamenn og foreldrar að liðin þeirra sigri og að krakkarnir sigri. Er þetta ekki fyrst og fremst komið þaðan? Anna: Eftir að hafa lært uppeldisfræði og þjálfun veit ég að þetta er ekki hollt fyrir krakkana að vera keyrð svona áfram. En það vantar kannski mikið upp á að allir forráðamenn og ég tala nú ekki um foreldrar hafi þessa menntun og þennan skilning. Þú sérð oftar en ekki að krakkarnir gráta eftir leiki þar sem foreldrar og þjálfarar hafa hreinlega gengið allt of langt í að ýta þeim áfram - þetta á ekki að geta gerst. Tómas: Iþrótt- irnar eru auð- vitað þannig að allir eru að reyna að vinna og þjálfarar geta hvatt krakkana til að gera sitt besta en það koma alltaf dagar þar sem hlutirnir ganga ekki upp eða að hitt liðið sé betra. Það er þá sem þjálfarar verða að vera skilningsríkari og jákvæðari og byggja krakk- ana frekar upp fyrir næsta leik heldur en að brjóta þá niður. Það er engin skömm að því að tapa og geta ekki hlutina, það þarf bara að taka því og byggja upp svo það komi síður fyrir aftur. Anna: Sigur er líka hlutlægur og það er hægt að gera sigur úr mörgu. Fyrir krakkana skipt- ir það ekki mestu máli að vinna með sem mestum mun eða setja sem flest met. Það er vel hægt að láta þeim líða eins og sigurvegara á annan hátt en að stigataflan sýni það. Þeim getur liðið mjög vel ef þú segir þeim að þau hafi staðið sig vel þrátt fyrir að úrslitin úr leiknum hafi verið neikvæð. Þeir segja það úti í Noregi að góður íþróttamaður sé sá sem að gerir allt til að vinna en þorir að tapa. Nú segja sumir þjálfarar að það sé mikilvægasta uppbyggingin á góðum íþróttamanni að hann sé alinn upp sem sigurvegari og að hann þekki ekkert annað. Eruð þið þá ekki sammála þessu? Anna: Þá er verið að tala um þessar sigurvegaramenningu sem er að vísu mikilvæg en eins og ég sagði áðan þá er auðvelt að láta krökkunum líða eins og sigurvegurum og ég held að það sé mikilvægasta uppbyggingin. Iþróttamanni getur liðið illa og verið óöruggur þrátt fyrir að vinna alltaf alla leiki. „Við skiptum deginum mikið niður á milli okkar og hittumst oft bara í dyragættinni.“ 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.