Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 26
þegar ég flyt heim frá Noregi. ívar Webster var hérna þegar ég kom og körfuboltaáhuginn var mjög mikill. Það má eiginlega segja að það hafi verið gullár körfuboltans hér i Borgarnesi. Á þessum tíma æfði ég hins vegar sund, handbolta, frjálsar, knattspyrnu og körfu svo það hafði kannski ekki beint áhrif á að ég valdi körfuna. Nú er karfan orðin ein vinsælasta íþróttin á landinu, er ekki gaman að hafa verið þátttakandi í þessum breytingum? Tómas: Það er allt annað að spila núna en þegar ég kom inn í deildina fyrir rúmum tíu árum. í kringum 1980 var körfuboltinn mjög vinsæll og lið eins og Valur og KR fylltu Laugardals- höllina. Þegar KKI bannaði svo útlenda leikmenn minnkaði áhuginn á deildinni og fólk hætti að koma á leiki í nokkur ár. Körfuboltinn týndist eiginlega á þessum árum en í dag er þetta orðið allt annað og áhuginn enn meiri en hann var. Leikfyrirkomulagið er líka miklu skemmtilegra núna þegar liðin leika tvo leiki á viku sem eru 32 leikir á ári en fyrir nokkrum árum léku liðin aðeins 16 leiki allt tímabilið og stundum liðu kannski tvær, þrjár vikur á milli leikja. Fyrirkomulag í dag er miklu skemmtilegra þótt að sumum finnist þetta vera á mörkunum að vera of mikið. Nú virðist sem mesta hefðin sé enn fyrir körfu- boltanum á Suður- nesjunum og liðin þaðan eru svo til ósigrandi. Á DHL-deildin eftir að verða jafnari á næstu árum eða koma þessi lið til með að halda sínu? Tómas: Þau virðast vera á toppnum ennþá en ég held að þetta sé samt að jafnast og ef þú lítur á árangur þeirra í deildinni í ár þá hafa þau nú þegar tapað fleiri leikjum en þau hafa gert undanfarin tímabil. Það er mesta upp- byggingin á Suðurnesjunum og þau hafa enn í dag sterkustu yngri flokkana, þar að leiðandi lítur framtíðin vel út hjá þeim. Er Tómas tapsár eftir leiki? Anna: Nei, það eru alltaf vonbrigði en hann er yfirleitt mjög fljótur að ná sér. Tómas: Eg er farinn að læra það að það þýðir ekki að tryllast of mikið úr fögnuði þegar maður vinnur og svo fara í nokkra daga fýlu þegar maður tapar. Ég reyni að jafna geðsveiflurnar eftir leiki og ég held að það sé nauðsynlegt ef einhver á að búa með manni. Anna: Hann hefur lagast mikið með aldrinum. Nú segja margir að vinsældir NBA á íslandi hafi átt stærsta þáttinn í auknum vinsældum DHL-deildarinnar, ertu sammála þessu? Tómas: Islenski körfuboltinn er miklu skemmtilegri í dag en hann var á þessu tímabili sem ég talaði um áðan þegar engir útlendingar voru leyfðir í deildinni. NBA hefur kannski gert meira í því að rífa upp áhuga almennings á körfubolta og auðvitað hefur DHL-deildin hagnast af því. NBA-deildin hefur líka skilað fleiri krökkum á körfuboltaæfingar og það kemur til með að styrkja deildina hér á landi í framtíðinni. Ég held hins vegar að þeir íslensku leikmenn sem eru að spila séu ekkert betri en þeir sem voru hér fyrir nokkrum árum - alla vega er árangur landsliðsins ekkert betri en hann var fyrir nokkrum árum. Landsliðið náði toppnum árið 1986 en eftir það hefur árangurinn frekar verið niður á við ef eitthvað er. Æsingurinn í kringum deildina hefur vakið meiri athygli á henni og kannski kemur það til með að skila sér í betri leikmönnum í framtíðinni en í dag er geta leikmanna svipuð og s.l. ár. Nú þegar þú nefnir landsliðið finnst mér rétt að fá álit þitt á ráðningu Jóns Kr. sem landsliðsþjálfara? Tómas: Ég var nú reyndar að vona að það yrði skipt alveg um gír og fenginn erlendur þjálfari fyrir landsliðið og þá helst frá Evrópu. Þessi lið sem við erum að berjast við eru frá Evrópu og það hefði verið gott að fá þjálfara þaðan með miklu reynslu og einhverjar nýjungar í íslensku körfuna. En af því að það var valinn íslendingur er ég sáttur við val Körfuknattleikssam- bandsins. Nú er oft talað um að það vanti tilfinnalega stóra stráka í íslenskan körfu- bolta - telur þú að það sé ástæða þess að landsliðið standi sig ekki betur? Tóinas: Meðan að ekki eru til stórir leikmenn þá þýðir ekkert að tala um það. Við verðum bara að skoða þá leikmenn sem við höfum og stilla upp liði samkvæmt því. Mér finnst það oft verða landsliðinu að falli að allt agaleysi vantar. Við erum að ná ágætisköflum á móti sterkum liðum en það er yfirleitt út af einstaklings- framtaki. Ef sá leikmaður kólnar hins vegar dettur botninn oft úr liðinu og allt hrynur. Anna: Ég held líka að líkamlega séð séu íslenskir leikmenn ekki eins vel á sig komnir og ekki nægilega sterkir, þetta má bæta. Við spilum oft leiki á móti liðum sem eru ekki með stærri leikmenn en við en líkamlega eru leikmennirnir miklu sterkari og vinna útaf því. Við sáum þetta kannski best þegar við fórum út til Ungverjalands en þar er spilaður miklu harðari körfubolti. Voru þið bæði að spila úti í Ungverjalandi? Tómas: Við spiluðum bæði þarna í tvö ár. Hvernig var körfuboltinn þar? Tómas: Þeir eru kannski einu þrepi hærra en við en miðað við fólksfjölda eru þeir ekki að ná mikið betri úrslitum en við erum að gera. Þeir eiga miklu meiri möguleika þar sem þeir hafa breiddina og hæðina til að komast á toppinn. Aðal munurinn er auðvitað sá að þeir eru atvinnumenn og æfa tvisvar á dag og það að geta einblínt á íþróttina gerir það miklu auðveldara að stunda hana. Anna: Kvennakarfan er aftur á móti miklu sterkari en hún er hérna á Islandi. Þegar ég var að spila þarna var ungverska kvennalandsliðið með því sterkasta í Evrópu. Þar var miklu meiri breidd og ótal deildir og þrátt fyrir að ég hafi verið fyrirliði „I körfunni eru alltof margir þjálfarar sem standa á hliðarlínunni og skamma krakkana.“ 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.