Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 29
En þrátt fyrir að húsið sé óhagstætt er ótrúlegt hvað fólk nær að nýta það. Það er æft á göngunum og svo er búið að útbúa þreksal í einhverju holi sem var upphaflega ætlað sem gangur, en aðstaðan er ekki nægilega góð. Tómas: Eg er nú ekki alveg sammála þessu því það er fínt að æfa í þessum sal fyrir körfuboltann og svo er mjögjþægilegt að hafa heitan pott, þreksal og sund á sama staðnum. Eg miða alltaf við Val þar sem við höfðum svo til enga lyftingaraðstöðu og þar var enginn heitur pottur eða neitt þess háttar. Anna: Eg held samt að þetta hús sé ekki jafn hagkvæmt og braggarnir sem byggðir eru í dag. Það má sem dæmi nefna það að alls staðar fyrir utan hliðarlínurnar er stutt í steinveggi sem getur verið mjög hættulegt og erfitt að eiga við. Þetta hús er bara ekki stórt og plássið nýtist illa. En hvernig er útiaðstaðan hérna á sumrin fyrir knattspyrnuna og frjálsar? Anna: Knattspyrnuaðstaðan er orðin mjög góð og ekki hægt að kvarta þar. Þeir eru komnir með tvo grasvelli en voru lengi bara með einn malarvöll. Frjálsíþróttaaðstaðan er slök en nú er svo bjart framundan þar að það tekur því ekki að kvarta yfir því. Uppeldistarf í íþróttum Er erfitt að ala upp góðan íþróttamann á íslandi í dag? Tómas: I körfunni er mjög auðvelt að halda krökkunum við efnið. Anna: Ég held að það sé kannski öðruvísi hérna í Borgarnesi þar sem allir eru í körfunni og því ekki aðrar íþróttir eins og handbolti sem toga. Ég held að það séu ekkert fleiri freistingar sem toga í krakkana á Islandi en annars staðar í heiminum. Það þarf bara að skipuleggja vel framtíðina og undirbúa hvernig á að standa að málunum. Við komum aðeins inn á þetta áðan en Islendingar horfa ekki oft nógu langt fram á við og halda að hlutirnir gerist bara af sjálfum sér. Ég held að það skipti öllu máli að þeir sem að stjórna og þjálfa starfi rétt og líka að það séu hæfir þjálfarar frá grunni. Það hefur vantað hérna á Islandi að hæfir þjálfarar séu ráðnir handa yngriflokkunum en í rauninni er það mikilvægasti tíminn fyrir íþróttamann að hafa hæfan þjálfara. Þetta hefur verið að lagast á hinum síðari árum og mér sýnist framtíðin vera bjartari. Tómas: Það hefur vantað að hafa menntaða einstaklinga með yngri flokkana. Oft hafa t.d. meistaraflokksstrákar verið ráðnir fyrir yngri flokka en þrátt fyrir að þeir hafi skilning á sinni íþrótt hugsa þeir oft ekki um uppeldislegu hliðina. Anna: Það segir sig alveg sjálft að ef þú hefur ekki góða uppalendur verður það mjög erfitt að ala upp góðan íþróttamann. Tómas: Italski landsliðsþjálfarinn í körfubolta var hérna hjá okkur í sumar og hann var að segja að það væri alltof algengt að eftir því sem þú ferð í eldri flokk því betri verður þjálfarinn. Hann var algjörlega á móti þessu og sagði að þetta ætti að vera alveg öfugt. Anna: Enda gefur það oftast mest að þjálfa yngri krakka og þú nærð mest út úr einstaklingnum á þeim aldri. Það er t.d. mjög takmarkað hvað þú getur fengið út úr leikmanni í meistaraflokki - hann hefur þá þegar mótað sinn stíl. Tómas: Þú breytir mönnum ekki svo mikið heldur felst þjálfun á meistaraflokki oft í því að nýta það sem fyrir er sem best. Er mikilvægt fyrir krakka að vera í mörgum íþróttum á meðan þau eru ung? Anna: Tvímælalaust. Ekki þannig að það sé of mikið álag en þau eiga að prófa allt. Ég held að gamla góða leikfimin og gólfæfingar sem gerðar voru séu mjög mikið vanmetnar en það er mjög mikil undirstaða fyrir allar íþróttir sem þessar æfingar veittu. Þessar æfingar skila sér í jafnvægi, samsvörun á milli vöðvahópa, góðri samæfingu og hreyfingu. Norðmenn leggja til morgnana til ellefu á kvöldin. Maður nær aldrei að slappa alveg af og hugsa ekkert um vinnuna. Nú ferðist þið bæði mikið útaf vinnunni, koma ekki dagar þar sem þið þurfið bæði að fara úr bænum á sama tíma? Tómas: Það gerist til dæmis núna um helgina. Anna er að fara að keppa á Isafirði og ég er að fara með yngri flokk á Akureyri. Ég tek börnin með mér og fæ pössun hjá systur hennar á Akureyri. Anna: Það var heppni að hann þurfti að fara á Akureyri annars hefðum við verið í meiri vandræðum. Annars búa mamma og pabbi hérna í Borgarnesi og án þeirra hefðum við aldrei getað haldið þessum störfum - þau eru búin að bjarga okkur ansi oft. Ég fæ samt stundum samviskubit þegar það koma kannski tvær, þrjár helgar í röð þar sem við náum ekkert að vera með krökkunum. Eruð þið ánægð með íþróttastarfsemina hérna í Borgar- nesi? Anna: Það er ekki hægt að kvarta yfir áhuga á íþróttum en auðvitað má alltaf betur gera í sambandi við aðstöðu. Hitt er hins vegar annað mál að Islendingar eru voðalega kærulausir hvað varðar skipulagningu og halda oft að hlutirnir bara reddist af sjálfum sér. Eftir að hafa verið úti í Noregi þá sé ég oft að hérna vantar framtíðarsýn, markmið og aga, þá má að vísu vera millivegur á milli Norð- manna og Islendinga því Norð- menn eru helst til of skipulagðir en Islend- ingar of kærulausir. I sambandi við aðstöðuna þá er það kannski helst íþróttahúsið sem er barns síns tíma og hálfgerð tímaskekkja. Þar eru krókar og kimar sem aldrei nýtast, þar er engin aðstaða fyrir fatlaða og úr stúkunni sést ekki einn þriðji af vellinum. Sund- laugin er líka mjög lítil og léleg aðstaða fyrir áhorfendur. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.