Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 31
Við óskum lesendum Skinfaxa gieðilegra jóla Bæjarskr. Borgarnesi Borgarbraut 11 Seðlabanki íslands Kalkofnsvegi 1 Sparisjóður Mvrarsvshi Borgarbraut 14 Bæjarskr. Mosfellsbæjar Hlégarði, Háholti 2 Mjólkursamlag KS v/Skagfirðingabúð Mjólkurbú Flóamanna Austurvegi, Selfossi Aámsflokkar Beykjavíkur Fríkirkjuvegi Samtök iðnaðarins Hailveigarstíg 1 Tollvörugeymslan Héðinsgötu 1-3 Vestmannaeyjabær Báðhúsinu G j aldker inn Gjaldkerastarfið er í mörgum tilfellum það umfangsmesta af störfum stjórnarmanna. Því fylgir líka mikil ábyrgð. Hér á eftir fara nokkur grundvallaratriði sem gjaldkera ber að hafa í heiðri. 1. Kynntu þér búið sem þú tekur við. Þetta á bæði við um eignir þess og skuldir. 2. Geymdu peningalegar eignir í banka. 3. Notaðu tékkareikning fyrir það fé sem notað er í daglegum rekstri. 4. Greiddu allt með ávísunum og fáðu kvittun. 5. Stílaðu ávísanir ávallt á viðtakanda, ekki handhafa. 6. Fjárhæð ávísunar skal ávallt vera sú sama og fram kemur á kvittun. 7. Skrifaðu númer ávísunar neðst á kvittunina og fjárhæð á svuntuna í ávísanaheftinu, ásamt viðeigandi skýringu. 8. Settu fylgiskjölin í möppu í sömu röð og ávísanirnar sem út voru gefnar. 9. Leggðu alla innkomu inn í bankann óskerta. Ekki greiða reikninga af innkomu t.d. aðgangseyri, áður en lagt er inn. 10. Skrifaðu á innborgunarkvittun skýringu hvaðan peningarnir koma, t.d. aðgangseyrir á dansleik 17. júní. Ef þessi boðorð eru í heiðri höfð má segja að gjaldkeri sé með sitt á hreinu, hvað vinnubrögð varðar. Ekki er sjálfgefið að gjaldkeri færi bókhaldið sjálfur og gangi frá ársreikningi. Það getur verið ágætt að fá til þess bókhaldsfróða menn eða endurskoðendur, það tryggir betra eftirlit. Það er líka aðgengilegt hverjum sem er að færa bókhaldið ef þessi boðorð eru virt, en ef svo er ekki getur það reynst þrautin þyngri. Frekari upplýsingar er að finna í námsefni Félagsmálaskólans fyrir gjaldkera. Upplýsingar veittar í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma: 568- 2929 SKINFAXl 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.