Skinfaxi - 01.10.1995, Side 18
Það er sannað að h
hætta búin af óbein
wmt
Þótt menn reyki ekki sjálfir verða þeir iðulega
að þola að aðrir mengi fyrir þeim andrúmsloftið
með tóbaksreyk og neyðist þá til að anda að sér
nikótíni, kolsýrlingi, efnum sem geta valdið
krabbameini, ertandi lofttegundum og óðrum
hœttulegum efnum í reyknum. Þá er talað um
,,óbeinar reykingar“. Undanfarið hefur verið sýnt
fram á að óbeinar reykingar geta valdið
margvíslegum heilsuspjöllum og jafnvel
lífshœttulegum sjúkdómum þegar verst lœtur.
Börn eru viðkvæmari fyrir áhrifum
tóbaksreyks en fullorðið fólk. Meðal
annars kemur það fram í því að
sjúkdómar eins og berkjubólga og
lungnabólga eru miklu algengari hjá
börnum, einkum kornabörnum, sem
alast upp hjá foreldrum sem reykja, en
börnum á reyklausum heimilum.
Börnum á reykingaheimilum er líka
hættara við að fá hálsbólgu og algengara
er að taka þurfi úr þeim háls- og
nefkirtla. Tóbaksreykur hefur slæm áhrif
á astma og getur komið af stað
astmaköstum.
Sé barn á heimilinu ætti helst ekki að
reykja þar innan dyra og alls ekki í
návist barnsins eða þar sem það sefur
eða leikur sér. Einnig ætti að forðast að
reykja í fjölskyldubílnum vegna þess hve
mengunin verður mikil í svo litlu rými
og reykingalyktin loðir lengi við. Með
því að reykja ekki í bílnum er verið að
stuðla að vellíðan barnsins.
Ef móðirin reykir meðan hún gengur
með barn sitt fara ýmis skaðlegustu efni
tóbaksreyksins úr blóði hennar gegnum
fylgjuna til fóstursins, þar á meðal
nikótín, kolsýrlingur og sum þeirra efna
sem geta valdið krabbameini.
Kolsýrlingur verður enn meiri í blóði
fóstursins en móðurinnar.
Fyrir bragðið dregur úr þroska barnsins.
Börn kvenna sem reykja eru til jafnaðar
um 200 grömmum léttari við fæðingu en
börn þeirra sem reykja ekki.
Einnig má nefna að hætta á fósturláti,
fæðingu fyrir tímann og fylgjulosi er
meiri ef móðirin reykir á meðgöngutíma.
Almennt má nefna að hættan á frávikum
frá eðlilegri meðgöngu aukist ef móðirin
reykir og verði þeim mun meiri sem hún
reykir meira.
Seinni hluti meðgöngunnar er
viðkvæmastur. Hætti konan að reykja
eða dragi hún stórlega úr reykingum
áður en fjórir mánuðir eru liðnir af
meðgöngutímanum þá minnkar þessi
hætta.
*
18 SKINFAXl