Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 43
Lengjan, Lengjan, lukkusprengjan er nýr tippleikur sem íslenska þjóðin virdist svo sannarlega kunna að meta. A Lengjunni getur þú tippað alla daga vikunnar og lagt undir þá upphœð sem þú vilt. En hvernig fer leikurinn fram? Við hjá Skinfaxa fengum Harald Haraldsson hjá Islenskum getraunum til að frœða okkur um jtennan nýja leik. „Þetta er allt að 60 leika seðill sem við setjum á markaðinn í hverri viku. Þátttakandinn velur lágmark þrjá leiki og mest sex sem hann tippar á og við hvern leik eru útreiknaðir stuðlar sem segja til um styrkleika liðanna. Eftir því sem stuðullinn er lægri eru líkurnar meiri á að liðið sigri og þar af leiðandi verður vinningurinn lægri. Lágmark þrír leikir eru valdir og út úr þeim reiknast heildarstuðull sem er margfeldi þeirra þriggja leikja sem valdir eru og ef þátttakandi hefur þá alla rétta marg- faldast sá stuðull við þá upphæð sem lögð er undir." Nú er hægt að setja saman seðil sem gæfi allt að þrjú þúsund mill- jónir í vinning ef tippað væri á öll óvæntustu úrslitin. Er eitthvert hámark sem þið borgið út? „Við erum með reglur hvað varðar þetta og þær eru að hámarksstuðull getur aldrei orðið hærri en 999 og hámarksvinningur getur ekki farið yfir 500 þúsund. Þannig höfum við stillt þessu upp í byrjun en aftur á móti er alveg inní myndinni að breyta þessu og gefa fólki möguleika á hærri vinningum þegar meiri reynsla verður komin á Lengjuna." Hvenær var ákveðið að fara af stað með Lengjuna hérna á Islandi? „Lengjan er búin að vera í bígerð síðan árið 1988 en hingað til hefur staðið á tölvukerfinu hjá Islenskri getspá að koma inn með þennan leik. Eftir að leyfið fékkst var ætlunin að fara af stað með leikinn fyrir HM í handbolta en það náðist ekki að vinna það í tæka tíð." Eru til fyrirmyndir fyrir þessum leik í Evrópu? „Það eru til svipaðir leikir í flestum löndum Evrópu en ég held að Svíar hafi byrjað á þessum leik í kringum 1986." Hvernig hefur íslenska þjóðin tekið Lengjunni? „Við vitum af því að við höfum náð mjög vel til unga fólksins og það er hópurinn sem við vorum að vonast til að fá inn. Flestir sem voru í enska boltanum og tippuðu á 13 leiki voru á aldrinum fjörutíu og upp. Það var engin endurnýjun orðin í hinum leiknum og þess vegna erum við að vona að þessi unga kynslóð komi alveg ný inn og læri að tippa og fari þá jafnvel að stunda hinn leikinn ásamt Lengjunni." Tekur Lengjan tippara frá gamla kerfinu? „Það er svona um 15% rýrnun en við bjuggumst alveg við því. Þetta á svo eftir að jafna sig í framtíðinni og vonandi skilar þetta okkur bara fleiri tippurum." Hvernig ákveðið þið stuðlana á leikjunum? „Fyrir fótboltann notum við töflur sem við fengum í Danmörku en höfum hins vegar þurft að búa til okkar eigin töflur fyrir handboltann og körfuna. Stuðlarnir eru ekkert annað en meðaltal úrslita úr einhverjum 2000 leikjum sem skráðir voru inn í tölvu." Hvernig tippa íslensku tippararnir, eru þeir að taka áhættu og reyna að fá hærri vinninga eða tippa þeir á öruggu leikina? „Þeir eru að gera hvort tveggja. Það hefur samt komið okkur töluvert á óvart hversu margir eru að velja sex leiki og kannski sex leiki með óvæntum úrslitum." Hvað eru vinsælustu íþróttirnar sem tippað er á? „Það eru langflestu leikirnir á seðlinum fótboltaleikir og því mest tippað á knattspyrnu. Islenski körfuboltinn hefur líka verið mjög vinsæll." Ef úrslit leikja eru kannski frekar eftir bókinni getur Lengjan þá tapað? „Það' geta komið vikur þar sem við erum að borga meira en 100% vinningshlutfall en svo á móti koma vikur sem við erum að borga mjög lítið út. Samkvæmt formúlunni okkar ætti hlutfallið að jafna sig út yfir árið og vera um 50% vinningshlutfall." Er Lengjan komin til að vera? „Það er engin spurning að Lengjan er komin til að vera og viðtökurnar hafa verið þannig að menn muna ekki annað eins." SKINFAXI 43

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.