Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 15
Ahorfendur biðj að kyssa bolt Hann er um tveir metrar á hœb og þad lá vid að hann rœki sig í Ijósin í loftinu þegar blaðamaður heimsótti hann á heimili hans í Borgarnesi. Alexander Ermolinskij er eini Rássinn í DHL- deildinni og hefur leikið mjög vel fyrir Borgarnesliðið s.l. þrjú ár. Þrátt fyrir að vera öflugur leikmaður vakti hann kannski hvað mesta athygli í úrslitakeppninni í fyrra þegar liann kyssti körfuboltann áður en hann sendi hann ofan í körfu IR-inga. En af hverju ákvað hann að kyssa boltann? „Ég veit nú ekki alveg af hverju ég gerði þetta en þegar ég fékk knöttinn í hendurnar var ég öruggur um að ég myndi hitta og fannst því rétt að smella einurn kossi á boltann." Er þetta eitthvað sem þú liefur gert áður eða var þetta fyrsti kossinn? „Ég hef stundum gert þetta á æfingum en aldrei áður í leik." Nú ert þú búinn að Ieika á Islandi í þrjú ár. Eru liðin sterkari en þegar þú fyrst komst? „Körfuboltinn er aðeins betri í dag en leikfyrirkomulagið er verra. Fyrst þegar ég kom voru tíu lið í úrvalsdeild og þá voru allir leikirnir erfiðari. Núna eru tólf lið í deildinni og það veldur því að sum liðin stilla upp ungum og óreyndum leikmönnum sem oftast eru ekki tilbúnir í slaginn í úrvalsdeildinni." Er nauðsynlegt fyrir íslenskan körfubolta að hafa erlendan leikmann innanborðs? „Ég held að það sé mjög nauðsynlegt því það gerir leikinn skemmtilegri fyrir áhorfandann. Mjög fáir íslenskir leik- menn geta t.d. troðið og með því að fá einn erlendan leikmann eykst líka breiddin í deildinni. Einnig er gott fyrir krakka í yngri flokkunum að geta fylgst með fjölhæfum leikmönnum utan úr heimi." Eru íslensku leikmennirnir að nálgast þá erlendu hvað varðar styrk- leika og getu? „Það eru ekki margir í þeim gæða- flokki en samt eru nokkrir sem geta leikið jafnvel og þeir erlendu. Það vantar fleiri sterka íslenska stráka í liðin en ég hef trú á að eftir nokkur ár fari að sjást jafnari leikmenn í liðunum." Hvaða lið koma til með að vera í toppbaráttunni í vetur? „Það verða þessi sömu og vanalega; Njarðvík, Keflavík og Grindavík, en samt held ég að Haukar eigi eftir að koma hvað sterkastir til leiks þegar líða tekur á veturinn - þeir eru með rnjög sterkt lið. ÍR voru mjög góðir í fyrra en hafa ekki náð að sýna sama leikinn í upphafi tíma- bilsins." Hversu langt telur þú að Borgarnes fari í DHL-deildinni í ár? „Stefnan er sett á úrslitakeppnina og svo kemur bara í ljós hversu langt við komumst þar. Liðið saknar Hennings og ég held að við séum ekki að spila jafn góðan bolta í dag eins og við gerðum í fyrra." Nú hefur þú verið hér í Borgarnesi s. l. þrjú ár, ert þú ánægður hérna? „Mér líkar mjög vel á Islandi og núna eru konan mín og börn hérna með mér svo ég sé ekki fyrir mér að ég fari neitt annað á næstunni. Strákurinn minn talar t. d. alveg orðið íslensku." Hvernig gengur þér að læra íslenskuna? „Ég hef kannski ekki lagt nógu mikla áherslu á að læra að tala íslensku en ég skil orðið rnikið og það hjálpar til." Hvernig er staða körfuboltans í Rússlandi í dag? „Hún er ekki eins sterk og þegar öll Sovétríkin höfðu eina deild. I dag er nokkuð um góða einstaklinga en engin sterk lið og frekar slök deild. Það eru miklir peningar í deildinni núna og ég held að eftir nokkur ár eigi Rússland eftir að styrkjast mikið að nýju." A munurinn á Evrópuboltanum og NBA eftir að minnka í framtíðinni? „Ég held að það sé ekki spurning og það hefur sýnt sig nú þegar á opna mótinu í London þar sem Houston Rockets áttu í basli með bestu lið Evrópu. Hitt er svo annað mál að allir peningarnir eru í NBA og þangað fara allir bestu leikmenn heims - það er bara spurning hversu margir þeirra verða frá Evrópu." Að lokum, fáum við að sjá annan koss í beinni útsendingu í sjónvarpinu í vetur? „Ég veit það ekki. Þegar ég spila núna heyri ég áhorfendur kalla á mig og biðja mig að kyssa boltann en andrúmsloftið yrði að vera alveg sérstakt fyrir mig til að endurtaka þann leik." SKINFAXl 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.