Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 28
Er einhver tími fyrir önnur áhugamál? Tómas: Það er eitthvað voðalega lítið. Anna: Við erum auðvitað heppin að þetta eru áhugamál okkar og ég held að flestir reyni nú að finna sér vinnu sem sá hinn sami hefur áhuga á. Tómas hefur haft mikinn áhuga á golfi en ekki getað sinnt því sem skyldi. Eg vinn allar helgar á sumrin og hann vinnur allar helgar á veturna svo þá erum við alltaf annað heima með börnin. Tómas: Tíminn sem fer ekki í æfingar fer í krakkana og það 28 SKINFAXl Onnur áhugamál að þjálfa meistaraflokk sem er að míriu mati full vinna. Tómas: Ég var að kenna leikfimi í skólanum en ákvað í vetur að sleppa því og tók að mér þjálfun nokkurra yngri flokka með meistaraflokknum. Núna skiptist þetta þannig að Anna Björk er á skrifstofunni á morgnana... Anna: Já, við skiptumst á að vera á skrifstofunum. Stundum er ég á skrifstofu UMSB og stundum er hann á körfuboltaskrifstofunni. Svo erum við bæði að þjálfa og skiptumst einnig á að vera heima hjá krökkunum þá. Við leggjum mikla áherslu á að vera heima með krökkunum og við erum bæði mun meira heima núna en í fyrra. Við lærðum að meta það að vera heima hjá krökkunum þegar við vorum í Noreg en ég var heima hjá stráknum allt fyrra árið og hann var heima allt seinna árið. Við erum kannski frábrugðin þessu venjulega fólki sem vinnur frá níu til fimm. Það kemur t.d. fyrir að hann er að labba með börnin á „ókristilegum" vinnutíma niður í bæ og þá kemur fólk til hans og spyr hvort hann sé ekkert að vinna - hvað ertu „bara" að þjálfa? Tómas: Ég held að margir líti þannig á að þjálfunin sé bara mitt tómstundagaman og að ég ætti að vera að vinna eitthvað annað með því. Það gengur stundum svo langt að mér fer að finnast þetta sjálfum en við ákváðum að hafa fyrirkomulagið svona og við erum því meira heima fyrir hádegi en vinnum svo á kvöldin. Anna: Það gerir sér enginn grein fyrir öllum undirbúningnum sem fer í það að þjálfa. Hann er t.d alveg í öðrum heimi fyrir og eftir leiki þar sem það er svo margt sem hann þarf að hugsa um. Fyrir hverja eina æfingu má alveg reikna einn til tvo tíma í undirbúning og frágang. Við vinnum alveg jafnmikið og aðrir en finnum alveg að viðhorfið hjá sumum er að við séum ekkert að gera og fáum bara borgað fyrir það. má eiginlega segja að þeir séu aðaláhugamálið núna. Hefur fjölskyldan þá ekkert farið í sumarfrí lengi? Anna: Við fórum að vísu í viku í sumarbústað í sumar. Maður kann eiginlega ekki orðið að taka sumarfrí þar sem á skólaárunum vann maður öll sumur til að safna fyrir vetrinum og í íþróttunum er oft á tíðum aðalvertíðin á sumrin og því ekki tími til að skipuleggja neitt langt sumarfrí. Síðan getum við ekki tekið frí á veturna þar sem tveir leikir eru í viku hverri í körfunni. Koma stundum dagar þar sem þið eruð búin að fá ykkur fullsödd af íþróttum? Anna: Já, já. Tómas: Það versta er þessi óreglulegi vinnutími sem fer í þjálfun og undirbúning. Stundum hugsar maður með sér að vera bara í níu til fimm vinnu og geta komið heim og slappað af. Hjá okkur snýst allt um íþróttirnar og jafnvel þegar maður er að vinna heimilistörfin er maður að hugsa um leikinn á morgun. Anna: Það er ekki hægt að segja að við tökum ekki vinnuna með okkur heim, við erum alltaf í rauninni í vinnunni frá átta á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.