Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.10.1995, Blaðsíða 12
Þetta gerðist á þmginii / Fjölnismenn úr Grafarvogi sóttust eftir því að fá að halda unglinga- landsmót í Grafarvogi á næsta ári. Unglingalandsmótið var haldið á Blönduósi í sumar og fannst þingheimi að ekki væri ástæða til að halda mótið tvö ár í röð og hafnaði þar með tillögu Fjölnismanna. Þórir Jónsson var endurkjörinn formaður UMFÍ en ekkert mótframboð kom um sæti hans. Þrír nýir menn voru kjörnir í stjórn og voru það þeir Björn B. Jónsson, Sigurður Aðalsteinsson og Páll Pétursson. Akveðið var að ræstingar- og þjónustugjald skyldi lagt á gistiaðstöðu Ungmennafélags Islands. Hingað til hafa félagar og sambönd fengið að gista' frítt í Fellsmúlanum en þingið samþykkti að 150 krónur yrðu innheimtar í framtíðinni fyrir gistingu hjá UMFÍ. S kveðið var að keppt yrði í 7 manna liðum í knattspyrnu á næstu landsmótum UMFI. Reynst hefur erfitt að fá knattspyrnufélög til að senda aðallið sín á lansmótin og var því ákveðið að reyna nýtt og breytt fyrirkomulag. Landsmótsnefnd UMSB lýsti því yfir að eftirtaldar greinar yrðu keppnisgreinar á 22. Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi: Starfsgreinar, blak karla, borðtennis karla og kvenna, bridds, handknattleikur kvenna, fimleikar kvenna, golf, hestaíþróttir, knattspyrna karla og kvenna, körfuknattleikur karla, skák og sund karla og kvenna. Samþykkt var að fjórir varamenn yrðu í bridds á landsmótum UMFÍ. Hingað til hafa aðeins verið 2 varamenn. ingið samþykkti að þátttökugjald yrði að hámarki 3500 krónur á hvern þátttakanda á 22. landsmóti UMFÍ. S rsgjald sambandsaðila UMFI fyrir árin 1996 og 1997 var ákveðið að yrði 17 krónur fyrir hvern skattskyldan félaga. olís OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF KNATTSPYRNUFÉLÖ6 ATHUGIÐ! Breiðablik í Kopavogi býður flóðlýstan og upphitaðan gerfigrasvöll til aefinga og leikja. Leigjum hálfan og heilan völl. Nýtt leigutímabil hefst 15. janúar. Allar nánari upplýsingar í síma 5B4 1990. tMMGJARnT VERÐ HJRIR TOPPflÐSTÖÐU. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.