Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1996, Page 7

Skinfaxi - 01.02.1996, Page 7
nill-IKITHK -------------T------------- Um 200 verðlannahafar Hér til hliðar má sjá hluta af þeim stóra hópi Þingeyringa sem nældi sér í verðlaunapening í Landshreyfingu '95. Iþrótta- félagið Höfrungur á Þingeyri stóð uppi sem sigurvegari með flestar þátttökur en alls gengu eða syntu heimamenn 11.369 sinnum í sumar. I byrjun febrúar héldu Þingeyringar svo hálfgerða uppskeruhátíð þar sem gamlir jafnt sem ungir komu og sóttu verðlaun sín. Við hjá Skinfaxa notuðum tækifærið og smelltum mynd af þessum glæsilega hópi. • • a 1 prenWinnsta oq prentun - unnin af faqfólki. SVANSPRENT HF Auðbrekku 12 - Slmi: 554 2700 - Fax: 554 2720 - Netfang: svansprent@centrum.is •Teitur Örlygsson, leikmaður hjá Njarðvík, var valinn körfu- knattleiksmaður ársins 1995. Teitur og félagar hans hjá Njarðvík hafa verið á toppnum í körfuboltanum undanfarin ár. •Okkar fremsti skíðakappi, Kristinn Björnsson, Leiftri, nældi sér í silfurverðlaun á stórsvigs- móti í Austurríki. Mótið í Austurríki var undirbúningsmót fyrir heimsmeistaramótið sem nýlega lauk á Spáni. •Nú nýlega ákvað stjórn UMFI að 23. landsmót UMFÍ árið 2001 verði haldið á Egilsstöðum. Fyrir lágu þrjár umsóknir, frá UIA, UMSK og Umf. Fjölni. Stjórn UMFÍ ákvað einróma að UÍA yrði falin framkvæmd mótsins. •Jón Kr. Gíslason, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, á orðið langan feril að baki. Jón hóf að leika körfuknattleik þegar hann var 13 ára garnall en í dag á hann yfir 500 leiki skráða með meistaraflokki. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.