Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1996, Page 10

Skinfaxi - 01.02.1996, Page 10
IMWIW 50 metra innilang og Smáþjoðaleikarnir Það hefur mikið verið rœtt um byggingu 50 metra innilaugar í tengslum við Smá- þjóðaleika sem hér fara fram á nœsta ári. Staðreyndin er sú að SSI lagði mikla áherslu á að slík laug risi fyrir leikana og þá var verið að hugsa um að geta haldið sundkeppnina við mannsœmandi aðstœður. Það sem mestu máli skipti er að eftir stœði sundlaug til frambúðar sem hœgt vœri að nota til œfinga og keppni á komandi árum. Það hafa allt of margir haldið að SSÍ væri að krefjast þess að byggð væri 50 metra laug einungis vegna Smáþjóðaleikanna, en því fer víðs fjarri, SSI var fyrst og fremst að hugsa um framtíðina. Laugaraðstæður á íslandi eru þannig að það eru örfáar 25 metra fjögra brauta innilaugar sem eru orðnar gamlar og eru barn síns tíma að einni undanskilinni sem er laugin í Vestmannaeyjum. í þeim eru aðstæður þannig að ekki er hægt að halda mót svo sómi sé að. Það vantar pláss fyrir áhorfendur, keppendur, starfsmenn og fjölmiðla. Af útilaugum er nóg af, sérstaklega 25 metra fjögurra eða sex brauta. Það eru einnig tvær 50 metra, önnur átta brauta en hin tíu brauta en það segir ekki allt því nokkrar eru of grunnar og aðrar eru opnar á hliðarbökkum inn í vaðlaugar sem orsakar að flestar eru ólöglegar til keppni. Það sem vegur þó þyngst í öllu þessu er að keppa í útilaug hér á landi er ófært í bókstaflegum skilningi vegna veðurs sem er ekki það hagstæðasta fyrir sundfólkið. Það er í sjálfu sér allt í lagi að æfa í útilaug þó svo að það sé ekkert spennandi að mæta í laug klukkan 5:30 á köldum vetrardegi eins og sundfólkið gerir. Þegar til keppni kemur eru allt önnur viðhorf, venjulegt mót tekur um þrjá tíma hvor lrluti, þ.e.a.s. 6 tímar á dag. Sundfólkið er með viðveru á köldurn mótsstað allan tímann. Það vita allir, sem eitthvað hafa komið nálægt íþróttum, um mikilvægi þess að hita upp fyrir keppni. Sundmennirnir þurfa einnig að hita upp en þeir geta einungis gert það fyrir mótið, síðan verða þeir að halda sér heiturn út mótið. Að halda sér heitum getur verið erfitt þar sem þau keppa tvisvar til þrisvar í hvorum hluta ásamt því að mæta til verðlaunaafhendingar ef til þess kemur. Helstu staðreyndir þessa máls eru, að aðstæður til alþjóðlegrar keppni eru ekki fyrir hendi á Islandi. Sem dæmi um það er að við getum ekki einu sinni haldið Unglingameistaramót norðurlanda. Sundfólkið á ekki möguleika á að ná lágmörkum hér á landi í 50 metra laug vegna þess að ekki er keppt í útilaugum yfir vetrarmánuðina þegar þau þurfa að ná lágmörkum. Reynt hefur verið að koma hér á alþjóðlegri keppni með miklum tilkostnaði og hingað hafa kornið nokkrir góðir erlendir sundmenn en þeir komu bara einu sinni því þeir fengu nóg og sögðust ekki koma aftur því þetta væru ekki aðstæður til að keppa í. Ég vona að þessi skrif auki skilning fólks á því hvers vegna þörf sé á 50 metra innilaug sem ekki einungis myndi nýtast íþróttinni heldur einnig fötluðum, öldruðum og skólafólki. Þó virðist sem svo að þeir sem helst ættu að skilja þetta, daufheyrast við óskum okkar. Að lokum vil ég furða mig á skrifum sumra áhangenda annarra íþróttagreina að þurfa alltaf að níða skóinn af öðrum til þess að upphefja eigin grein í baráttunni fyrir bættum mannvirkjum. Með sundkveðju fatáttfíOk formaður SSÍ ÚR& SKART Bankastræti 6 • 5ími 551 8600 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.