Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Síða 33

Skinfaxi - 01.02.1996, Síða 33
þeirra. Þetta gerir skipulagða íþrótta- starfssemi sérstaklega mikilvæga nú á tímum. Því hefur verið haldið fram af fræðimönnum og kennurum að börn nú til dags hafi ekki eins mikið úthald og börn fædd á árunum '70 til '80. Hér sé um að kenna minni líkamsþjálfun í skólum, minni hreyfingu og áreynslu í daglega lífinu, börn eru keyrð til og frá skóla frekar en að hjóla eða ganga, miklum setum fyrir framan sjónvarp eða tölvuleiki, mataræði sem einkennist af skyndifæði, mikið söltuðum mat og með of miklu kólesteróli. Börn sem eru illa á sig komin líkam- lega verða fremur en önnur fyrir einelti og festast í vítahring sem erfitt getur verið að komast út úr. Skert svigrúm barna til frjálsra leikja veldur því að þau öðlast ekki nægilegt félagslegt uppeldi, þau fá ekki útrás á eðlilegan hátt og kunna ekki að bregðast við mótlæti. í frjálsum leikjum læra börn að umgangast hvert annað og hlíta reglum sem þau setja sjálf og er það ákjósanlegasti kosturinn til félagslegs uppeldis. Það segir sig nokkuð sjálft að ytri aðstæður nú á tímum bjóði þeirri hættu heim að börn hreyfi sig of lítið. Það fer ekki á milli mála að fólkinu hefur fjölgað og í hlutfalli við það hafa íbúðarhús og aðrar byggingar tengdar fólki, þjónustu og atvinnumálum sprottið upp og taka sitt svigrúm af þeirri náttúru sem áður var hægt að nota til leikja og gönguferða. Áhrif þjálfara á andlega líðan. „Ég var að kenna einum átta ára bekk. Þar var stúlka sem var á eftir í hreyfi- námi. Ég var að prófa bekkinn síðla vetrar og var öllum stillt upp í röð og átti hver og einn að stökkva yfir kubb- inn. Síðan stóð ég og dæmdi hver stökk best og hann fékk hæstu einkunn og árangur annarra var síðan miðaður út frá því hvað sá besti gat. Þegar kom að þessari stúlku vissi ég fyrirfram að hún kæmist varla yfir kubbinn. Þarna stóð hún og hana brast kjarkinn, hún brotnaði niður og tárin tóku að renna niður vangann. Þetta hristi upp í mér og ég spurði sjálfan mig hvað ég væri að gera. Ég prófaði aldrei aftur með þessu fyrirkomulagi og lagði þetta fyrir róða. Ég lærði mikið af þessu atviki, kennslan gjörbreyttist, svörun frá krökkunum varð miklu betri, sérstaklega þeirra sem minna máttu sín. Þeim leið betur í návist manns." (Janus Guðlaugsson) Þarna er komið að afar mikilvægu atriði í allri íþróttastarfsemi, þ.e. hvernig á að meta árangur? Hvaða viðmið hafa þjálfarar í leikfimi, einstaklingsíþróttum eða í hópíþróttum? Mat þjálfarans er afar hátt skrifað hjá börnum, sem krefst þess að þjálfarar séu starfi sínu vaxnir. Þjálfarinn er lykilmaður í öllu skipulögðu íþróttastarfi barna og unglinga og hlýtur þar með að geta haft afdrifarík áhrif á börnin ekki síður andlega en líkamlega. Börn eru mismunandi móttækileg fyrir leiðbeiningum þjálfarans. Hvaða aðferðir við þjálfun skila bestum árangri? Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Börnin virðast taka meira mark á mati þjálfarans á frammistöðu þeirra en á mati foreldranna. Rannsóknir sýna að aðferð sú sem notuð er við þjálfun barna getur skipt sköpurn fyrir þau þegar um er að ræða að öðlast aukið sjálfstraust. Sjálfstraust þeirra jókst ef þau hlutu kennslu sem var styðjandi og leiðbeinandi og fól í sér uppörvun, hrós og tæknilega þjálfun. Ef gengið er út frá þessum niðurstöðum sem vísum er freistandi að halda því fram að aðferð þjálfara geti þá einnig haft í för með sér skerðingu á sjálfstrausti barna og unglinga. Þau hætta þá í íþróttum með skert sjálfstraust í veganesti og er þá ljóst að íþróttaiðkun er ekki til góðs í öllum tilvikum, sérstaklega ef rangt er að þjálfun staðið t.d. með of miklum kröfum, gagnrýni eða með ónærgætnis- legum athugasemdum. Einnig virðist Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.