Skinfaxi - 01.02.1996, Page 36
IMHVERFIÐ
----T----
1,5 milljarðar
áldósa á viku
- bara í Bandaríkjunum
Ertu þreyttur á að horfa á allar tómu
kók-dósirnar í eldhúsinu? Orðinn leiður
á að fylgjast með dagblaðahrúgunni
stækka? Með smá skipulagningu getur
þú losnað við draslið og komið af stað
endurvinnslu á þínu heimili.
Hvar er góður staður?
•Það er enginn staður fullkominn fyrir
tómar áldósir og gömul dagblöð.
Skoðaðu heimilið þitt vel og reyndu að
finna stað þar sem umgengnin er ekki
mikil en þú getur samt auðveldlega
komist að. Ef þú átt erfitt með að ganga
frá því sem á að endurvinna eru meiri
líkur á að þú hættir.
•Ef þú hefur takmarkað pláss verður þú
að fara oftar með drasl í endurvinnsluna.
Ráðleggingar
•Einn vinsælasti staðurinn til að safna
draslinu saman er undir vaskinum.
Flestir hafa ruslafötuna undir vaskinum
og með því að hafa það sem á að
endurvinna sem næst ruslinu breytir þú
lítið út af vana.
• Ekkert pláss undir vaskinum? Aðrir
góðir staðir eru svalir og kústaskápar.
•Dagblöðum er hægt að safna nánast
hvar sem er. Ef þú hefur aðgang að
þurrum bílskúr er t.d. hægt að hafa
pappakassa í einu horninu þar. Með
þessu fyrirkomulagi gætir þú hent
dagblöðunum í kassann áður en þú ferð í
vinnuna.
•Endurvinnsla á fleiru en dagblöðum og
dósum? Mundu að þú þarft ekki að
geyma allt á sama stað. Einnig er
sniðugt að láta hvern fjölskyldumeðlim
sjá um mismunandi úrgang til
endurvinnslu - þá er ekki hægt að kenna
öðrum um.
Hreinlæti
•Sumar fjölskyldur hafa hætt endur-
vinnslu þar sem þeim finnst óhreinlæti
aukast. Það þarf ekki að gerast og
öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir
óhreinindin er að fara nógu oft með
uppsafnað drasl í endurvinnsluna.
Safnaðu aðeins litlu magni í einu undir
vaskinum og notaðu frekar bílskúrinn
fyrir stærri kassa eða poka.
Skottið á bílnum
•Það skiptir ekki máli hvort þú ákveður
að safna draslinu í litla eða stóra poka
eða jafnvel kassa. Hafðu bara í huga að
dagblöðin geta orðið mjög þung ef um er
að ræða t.d. stóra svarta plastpoka.
•Hversu stórt er skottið á bílnum
þínum? Ef þú safnar í stóra kassa eða
poka hafðu þá í huga að þú þarft að
koma þeim fyrir í bílnum þínum. Margt
smátt gerir eitt stórt.
íþróttamaðui* ársius
- Jón Arnai* Magnússon,
Umf. Tindastóli
Það kom kannski fæstum á óvart að tugþrautarkappinn Jón
Arnar Magnússon hafi verið valinn íþróttamaður sl. árs.
Jón Arnar hefur sýnt miklar framfarir að undanförnu og
margir eru á því að hann eigi góða möguleika á meðal þeirra bestu á næstu
Olympíuleikum. Jón Arnar lætur allar stórar yfirlýsingar eiga sig en hann hafði
þetta að segja þegar við hjá Skinfaxa spurðum hann um framtíðardrauma hans sl.
sumar: „Eg er ekki farinn að hugsa svo langt. Ég hafði sett mér það takmark að
ná 8000 stigunum og það gekk vel. Næst eru það Ólympíuleikarnir. Ég hugsa
ekkert lengra, því þá fer ég bara að stressa mig upp. Þarna sérðu hvað ég er
kærulaus! En ég tek bara á þessu þegar þar að kemur. Það borgar sig ekki að lofa
neinu eða segja neitt."
36 Skinfaxi