Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 2
Sumarið er komið
Það verður svo sannarlega nóg að gera lyrir áhugamenn um íþróttir á næstu mánuðum.
Handboltalandsliðið okkar leikur þessa dagana við bestu þjóðir heims í Japan og það er
virkilega gaman að sjá strákana „okkar" aftur meðal þeirra bestu. Þorbjörn Jensson
virðist vera að gera góða hluti með landsliðið og hver veit nema Óli, Dagur, Patrekur og
félagar nái að lyfta handboltanum aftur á þann stall þar sem Bogdan skildi við liðið.
Landsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi í júlí. Margir af bestu
w// afreksmönnum okkar í iþróttum undirbúa nú sál og líkama fyrir
átökin sem verða án efa mikil eins og vera ber. Landsmótsnefnd og
Borgarbyggð eiga heiður skilinn fyrir frábæran undirbúning fyrir
mótið sem verður án efa eitt það alglæsilegasta sem haldið hefur
verið. ,
% "
Fyrstu helgina í júní koma smáþjóðir heims saman og keppa Q
á svokölluðum Smáþjóðaleikum. Islendingar hafa í gegnum ( j
tíðina verið mjög sigursælir á þessum leikum og auðvitað ^
mun okkar fólk sópa til sín verðlaunum á heimavelli.
&
Knattspyrnuvertíöin er að hefjast þessa dagana og líkt og áður er búist við miklu af liði
Skagamanna. Guðjón Þórðarson er ekki lengur þar við stjórn en þar má segja að
toppþjálfari sitji á lausu. Skagamenn eru hins vegar ekki á flæðiskeri staddir þar sem þeir
nældu í fyrrverandi leikmann Southampton og þjálfara Dundee United, Ivan Golac. Það
verður gaman að fylgjast með Sjóvá-Almennra deildinni í sumar þar sem baráttan verður
án efa hörð á báðum endum.
Kveðja,
Jóhann Ingi
Skinfaxi
Utgefandi:
Ungmennafélag íslands
Ritstjóri:
Jóhann Ingi Árnason
Auglsýngastjóri:
Edda Sigurðardóttir
Ljósmyndari:
Sigurjón Ragnar
Pennar:
Ómar Banine
Gunnar Björn Melsted
Jónas Knútsson
Anna María Bogadóttir
Sigríður Tómasdóttir
Einar Örn Jónsson
Ábyrgðarmaður:
Þórir Jónsson
Ritstjórn:
Sigurbjörn Gunnarsson
Sigurlaug Ragnarsdóttir
Vilmar Pétursson
Stjórn UMFÍ:
Þórir Jónsson
Björn B. Jónsson
Kristján Yngvason
Jóhann Ólafsson
Meðstjórnendur:
Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir
Ólína Sveinsdóttir
Kristín Gísladóttir
Varastjórn:
Ingimundur Ingimundarson
Sigurbjörn Gunnarsson
Sigurður Aðalsteinsson
Páll Pétursson
Framkvæmdastjóri:
Sæmundur Runólfsson
Afgreiðsla Skinfaxa:
Fellsmúla 26
108 Reykjavík
Sími: 568-2929
Prentun:
Svansprent
Pökkun:
Vinnustofan Ás
(Z
dffÉL)
<^07 JUK 1997
2