Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 17
Töluverður munur er á 1. og 2. deild í handboltanum. Hvaða ráðstafanir telur þú að þurfi að gera svo að Breiðablik fari ekki beint niður aftur ? Kaupa, kaupa og kaupa. Nei, kannski ekki alveg. Ég hefði viljað sjá alla í hópnum sem fóru upp halda áfram, nema Atla Hilmarsson því að bæði var hann kominn á aldur og við vissum að hann ætlaði sér að þjálfa í 1. deildinni ef hann fengi tilboð. Hina hefði ég viljað sjá koma fram og segja: „Nú tökum við þetta næsta vetur.“ Nokkrir leikmenn hafa því valdið mér vonbrigðum. Það sem verður að vera til staðar er ákveðinn grunnur, ákveðinn rammi og ákveðinn hópur, síðan getum við blandað inn í þennan hóp nýjum mönnum. Það þýðir ekki að kaupa 80%-90% liðsins nýtt. Til þess að halda sæti okkar í fyrstu deildinni þurfum við að styrkja liðið með nokkrum mönnum en við þurfum líka að breyta hugarfarinu geysilega mikið. Það verður að segjast eins og er að handboltinn í dag er orðin hálf atvinnumennska. Hú er það alþekkt að til að lið nái árangri þurfi samstillt átak t>æði utan vallar sem innan. Telur þú að umgjörð handboltans hjá Breiðabliki sé slik að búast megi við stígandi hjá liðinu á komandi árum? Til þess að ná árangri þarf liðið að vera gott, þjálfarinn þarf auðvitað að leggja sitt af mörkum og einnig stjórnin og allt sem í knngum hana er. Ég tel að stjórnarmenn séu borðnir og búnir til að gera sitt besta. Tveir eða þrír góðir leikmenn er ekki nóg, heldur verða margir áðurnefndir þættir að fara saman. Mín skoðun er sú að fólk verði að vera mátulega geðveikt til að ná árangri í 1. deild. Ef maður er með lið sem er mátulega blandað skapmönnum og mönnum með góða tækni þá næst árangur. Flínkir spilarar einir sér eru ekki nóg. Upp á framtíðina að gera verðum við að hlúa vel að yngri flokkunum og mér finnst vel staðið að þeim málum í dag. Hverjar eru væntingar þínar til liðsins, ertu búinn að setja •jðið í eitthvert ákveðið sæti sem þú stefnir að? Eg hef aldrei tekið neitt að mér nema að gera það vel, ná árangri, annars sleppi ég því einfaldlega. Það er spurning hvort Það er nóg. Við þurfum í raun allir að gera betur en okkar besta, við þurfum að leggja meira á okkur en í fyrra því næsti vetur verður erfiðari. Við þurfum að byggja sjálfa okkur upp fyrir komandi átök. Liðið kemur til með að fá fleiri skelli, tapa fleiri leikjum. Þá er það spurningin um sjálfstraustið hjá hverjum og einum, hjá mér og hjá hópnum í heild sinn. Ég segi eins og Þorbjörn Jensson þegar hann var spurður um væntanlegan árangur í Japan. „Við stefnum að því að vinna alla leiki.“ Brasðurnir Bragi, Björn og Aðalsteinn bregða á leik. Meiri peningar eru nú komnir í spilið í handboltanum en áður, leikmenn ganga kaupum og sölum. Hver er þín skoðun á þessari þróun ? Við getum ekki endalaust ætlast til þess að leikmenn leggi á sig þrotlausar æfingar og leiki allt upp í 8-9 sinnum í viku og það bara fyrir ánægjuna. Það verða alltaf að koma inn einhverjir peningar. Þessar peningagreiðslur ættu að vera dreifðari milli leikmanna en ekki að einstaka leikmenn fái kannski verkamannalaun fyrir að leika en hinir ekkert. Ég vil sjá að leikmenn geti æft frá klukkan 4-6 og fái vinnutap greitt á móti og geti verið heima hjá fjölskyldu sinni á kvöldin. Hvaða áhrif hafði Þýskalandsdvölin á þig sem þjálfara? Ég hafði góða þjálfara ytra, tvo þjálfara er höfðu þjálfað bæði þýska og svissneska landsliðið svo að af þeim lærði maður mikið. Reynslan er maður aflar sér sem leikmaður er geysilega mikilvæg. Ég hef skrifað niður allar æfingar frá 1985 allt frá því að Geir Hallsteinsson var með okkur. Þegar ég fór Þýskalands hélt ég því áfram bæði hvað varðar undirbúning fyrir tímabilið og æfingar á meðan á því stóð. Það kemur sér að góðun notum núna. Hver er helsti munurinn á þýskum og íslenskum 1. deildar handbolta ? Breiddin á liðunum er töluvert meiri í Þýskalandi og þar eru miklu meiri peningarnir i spilinu en á íslandi. Við erum að tala um hreina atvinnumennsku þó að hún sé kannski ekki í öllum tilvikum opinber eins og til dæmis í knattspyrnunni þar í landi. Ég mundi segja að á íslandi væru 2-3 lið sem komast með tærnar þangað sem þýsku liðin eru með hælana, bæði hvað varðar fjármagn og getu. Nú átt þú tvo bræður, Braga og Björn, sem þú hefur þjálfað. Hvernig láta þeir að stjórn? Bragi er yngri og erfiðari. Hann var búinn að vera lengi undir stjórn Boris aðstoðarlandsliðsþjálfara. Hann á það til að vera svolítið fastur í ákveðnum í atriðum sem Boris hefur kennt honum og stundum hefur verið erfitt að fá hann til að víkja út frá þeim. Leikgleðina og einstaklingsframtakið hefur stundum vantað. Við Björn höfum alist upp saman þar sem við erum á svipuðu reki. Eins höfðum við spilað lengi saman áður þannig að samstarfið milli okkar var ekkert vandamál. Ég hef líka leitað til hans varðandi ráðleggingar. Nú var Björn hættur í handboltanum en þú fékkst hann til að byrja aftur? Það er skemmtileg saga á bak við það. Árið 1983 spiluðum við Björn báðir með Breiðabliki í 2.deild við Ármann. Þeir voru þegar fallnir í 3.deild sem þá var. Okkur vantaði eitt stig til þess að fara upp í 1 .deild. Við mættum klukkutíma fyrir leik eins og venja er og hituðum upp í tíma. Þeir voru hins vegar kæruleysið uppmálað og voru að tínast inn þetta 10 mínútur fyrir leikinn og hituðu ekkert upp. Það er skemmst frá því að segja að þeir unnu okkur. Fyrsti leikur eftir áramót á síðasta keppnistímabili var einmitt á móti Ármanni. Ég var dauðhræddur við þann leik minnugur leiksins frá 1983, eins voru meiðsli í hópnum. Ég sagði við Björn að mig vantaði leikmann til að þétta hópinn og hann yrði að fara að hreyfa sig. Nú væri tækifæri fyrir hann að hefna ófaranna Björn kom inn í hópinn og leikurinn vannst. Hann var síðan með út tímabilið. r3Á) 1907 ■■C1997 wr.wMi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.