Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 18
I Það er til málsháttur sem segir „bókvitið verður ekki í askana látið." Þó að merking þessa málsháttar sé jákvæð þá þýðir hann að menn lifi ekki af bókvitinu einu saman. Það eru þó fjölmargir sem taka þá ákvörðun um að láta bókvit sitt í aska sína sem sést best á þeirri gífurlegu ásókn í háskólanám. Við Háskólann eru núna skráðir tæplega sex þúsund nemendur, þar af eru tvö þúsund og þrjú hundruð nýnemar. I\lám í Háskólanum er skipt niður í deildir sem aftur á móti skiptast svo niður í einstaka námsgreinar innan deildanna. Deildir við Háskólann eru eftirfarandi: Guðfræðideild, læknadeild, lagadeild, heimspekideild, tannlæknadeild, verkfræðideild, raunvísindadeild, félagsvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild. Það að velja sér nám er ein af stærri ákvörðunum lífsins og þess vegna er geysilega mikilvægt að það sé vel að þeirri ákvörðun staðið. Það er að mörgu að hyggja og vissara að vanda valið þegar fólk hyggur á háskólanám, sem og reyndar allt annað nám. lil þess að fræðast aðeins nánar um hvað er hægt að gera til þess að auðvelda sér valið hafði blaðamaður Skinfaxa samband við náms- ráðgjöf Háskóla íslands og fyrir svörum þar var Ragna Qlafsdóttir námsráðgjafi. Eru þaö margir sem koma og leita ráöa hjá ykkur varöandi nám? Já, það er þó nokkur fjöldi. Á síðasta ári vorum við með 4261 viðtöl. Það er auðvitað ekki hægt að tala um einstaklinga i sambandi við þessa tölu, vegna þess að sumir koma oftar en einu sinni í viðtal til okkar. Aðstoð við þá sem koma til okkar í viðtal getur verið mjög margvísleg. Það má skipta því niður í ákveðna þætti það er að segja við aðstoðum við námsval, hjálpum fólki að komast að því hvaða nám hentar best. Aðstoð við námsval er bæði veitt þeim sem eru nemendur við skólann við að breyta um námsbraut því að það er staðreynd að mikill fjöldi nemenda sem skráir sig við skólann hverfur frá upphaflegri ákvörðun um nám og þeim nemendum sem enn eru í framhaldsskóla, hafa tekið sér hlé frá námi eða eru búnir að taka stúdentsþróf og hyggja á nám við skólann. Þjónustan við nemendur skólans er síðan miklu margbreytilegri. Við veitum nemendum aðstoð við að skipuleggja vinnu sína þegar þeir eru innritaðir. Við veitum námsstyrkingu, sem er í raun og veru aðstoð við rétt vinnubrögð og taka skynsamlega á námsefni. Síðan er enn einn þáttur sem er sífellt að verða stærri og viðameiri og það er aðstoð við fatlaða nemendur skólans. Það er gífurlega mikil vinna sem er í kringum hvern þessara nemenda. Háskólaráð fól námsráðgjöf Háskólans að hafa umsjón með fötluðum nemendum háskólans, að byggja upp stuðningsvegg fyrir þá og sjá til þess að þeir sitji við sama borð og aðrir nemendur skólans. Námsráðgjöfin sér um að útvega aðstoð til handa þessum nemendum, hvort sem það er við nám eða próftöku þannig að ráðgjöf og úrræðin í þeirra tilfellum er mjög mismunandi og frábrugðin þeirri ráðgjöf sem við veitum öðrum sem leita til námsráðgjafarinnar. Við hjá námsráðgjöf teljum það geysilega mikilvægt að þessi nemendahópur fái góða aðstoð og ráðgjöf. Myndirðu telja það mikilvægt að fólk kynni sér það háskólanám sem það hyggur á áður en það velur endanlega? Já, tvímælalaust. Það getur einnig verið mjög gagnlegt að taka það áhugasviðspróf sem við bjóðum upp á hér hjá námsráðgjöfinni. Þetta þykir mjög áreiðanlegt próf eða mælitæki. Það mælir það sem því er ætlað að mæla, það er að segja hvar áhugi viðkomandi liggur. Ef fólk efast eða er óráðið þá getur verið mjög gott að fá staðfestingu á því að þvi að það sé engin vitleysa sem það er að hugsa með sér. Þetta er gott fyrir þá sem eru ráðvilltir, þeir finna sér ákveðinn farveg. Einnig er þetta gott fyrir þá sem eru nokkuð ákveðnir því að prófið getur velt upp nýjum flötum fyrir þeim. Þeir skipta til dæmis hundruðum sem taka þetta próf hjá okkur á hverju ári. Við hérna hjá námsráðgjöfinni verðum vör við það að fólk er oft svo óráðið, það er með háskólanám í huga en er ekki alveg staðráðið. Við höfum stundum verið gagnrýnd fyrir það að við séum að veita of miklu af tíma okkar í ráðgjöf við fólk sem ekki er skráð í nám við skólann. Okkur finnst við hins vegar ekki getað vísað þeim hóp frá, því við teljum það akk fyrir Háskólann, samfélagið og einstaklinginn ef hann getur fundið sér nám við hæfi, hvort sem það er nám hér við skólann eða annar staðar. Það er mjög dýrt að læra bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið þannig að ef við getum orðið að liði við það að skynsamleg ákvörðun er tekin, þá teljum við það akk fyrir alla aðila. Þess vegna höfum við ekki lokað á ráðgjöf við einstaklinga þó að þeir 18 M

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.