Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 19
séu ekki endilega staðráðnir í að fara í nám við Háskólann, þrátt fyrir að vera undirmönnuð hér við námsráðgjöfina því að oft eru þeir með það bak við eyrað að fara í nám við háskólann ásamt öðrum möguleikum. Þá aðstoðum við þessa einstaklinga við það að stilla upp ólíkum námsmöguleikum fyrir hvern og einn. Við höfum reynt að safna hér saman upplýsingum um skólakerfið allt og tengiliði sem geta veitt upplýsingar um það nám sem ekki er kennt hér þannig að við getum vísað þeim áfram þannig að við veitum kannski einhverjar upplýsingar og vísum síðan áfram til réttra aðila. Er fólk mikið að velta fyrir sér framtíðarmöguleikum eftir nám þegar það kemur að tala við ykkur? Já, við verðum tvímælalaust vör við það að samkeppnin úti í samfélaginu um störf hún skilar sér í hugsunarhætti þeirra sem eru að velja sér nám. Vissulega þá veltir fólk því fyrir sér hvað bíður þess að námi loknu en þá rekumst við hins vegar á það að því miður hefur lítið verið gert af markvissum könnunum sem leiða í Ijós hvar möguleikar um atvinnu eru. Okkur skortir bæði fjármagn og mannafla til þess að framkvæma viðlíka kannanir. Það eru engir aðilar sem framkvæma svona kannanir markvisst. Þó svo að ýmis stéttar- og fagfélög, til dæmis verkfræðinga og Isekna, hafi staðið að könnunum um það hvernig markaðurinn geti litið út eftir nokkur ár, þá er þetta ekki almennt til yfir námsleiðir við Háskólann. Hvernig er það fyrir krakka utan af landi að nálgast upplýsingar frá ykkur? Það er alltaf eitthvað um það að þeir hringja og biðja um uPplýsingar um ákveðnar námsgreinar og þá sendum við þeim Það sem við höfum um viðkomandi námsgrein. Það sem við gerum líka bæði fyrir fólk utan af land og einnig það sem er ekki hérna víð skólann er að við látum það vita af þeim nemendaráðgjöfum sem eru til staðar. Nemendaráðgjafar eru nemendur við skólann sem eru komnir nokkuð langt áleiðis í námi sínu og eru ráðnir til þess að veita þeim sem eru skemur á veg komnir í námi og einnig þeim sem ekki eru byrjaðir í námi, upplýsingar innan frá. Hjá nemendaráðgjöfum leynast mjög gagnlegar upplýsingar sem hvorki við hjá námsráðgjöf eða aðrir höfum aðgang að en getur verið gott að fá. Síðan geta einstaka skólar úti á landi tekið sig til og fengið námsráðgjafa til að kynna námsleiðir við skólann og þá oftar en ekki leggjum við þetta áhugasviðspróf fyrir þátttakendur. Það má að þessu leyti segja að við stöndum að kynningu á námsleiðum við Háskóla íslands. Við höfum líka um árabil staðið fyrir og haft umsjón með kynningu á öllu því námi sem er kennt við skólann og öllu því námi sem tekur við að loknu framhaldsskólanámi. Á þessari kynningu er fléttað saman öllu þessu námi sem stendur til boða og það kynnt á einum degi. Við höfum lagt sérstaka áherslu á að fólk utan af landi hafi getað nýtt sér þetta með því að vera í sambandi við skólastjórnendur og námsráðgjafa úti á landi og reynt að fá Flugleiðir og farfuglaheimili til þess að bjóða upp á vænlega kosti fyrir þennan hóp f sambandi við þessa kynningu. Þessi breiðkynning skólanna er annað hvort ár. Þess á milli kynna síðan skólarnir hver í sínu lagi það nám sem boðið er upp á. ilkiprentun orðfánar tifánar iðhafnarfánar ímmiðar olaprentun kiltagerð ílamerkingar luggamerkingar SILKIPRENTUN Skipholti 35, 105 Reykjavík Sími 553-9960, Fax 553-9961 1907 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.