Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 30
Viðtal: Jóhann Ingi Árnason Texti: Valdimar Kristófersson Mynd: Sigurjón Ragnar Það er ekki hægt að kvarta yfir árangrinum hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum síðast liðinn vetur. Liðið vann á öllum þeim mótum sem það tók þátt í og sýndi oftast mikla yfirburði. Guðjón Skúlason er einn af okkar fremstu körfuboltamönnum og hann lék lykilhlutverk í liði Keflavíkur í vetur. Skinfaxi hitti hann að máli og ræddi um síðasta tímabil og framtíðina hjá honum og liðinu. - Nú unnuð þið alla titla sem hægt var að vinna í vetur hér á landi. Hvað höfðuð þið umfram önnur lið? „Við spiluðum sem lið, bæði sókn og vörn. Æfingasóknin var mjög góð og þjálfarinn gerði góða hluti með liðið á æfingum, undirbjó okkur mjög vel fyrir veturinn." - Þið vinnið alla titla í vetur en eigið hvorki besta þjálfarann né leikmanninn samkvæmt vali leikmanna og þjálfara f Úrvalsdeildinni. Hvernig stendurá þessu? „í raun er þetta valið á vitlausum tíma. Það er kosið fyrir úrslitakeppnina og þá er aðalkeppnin eftir, sem eru úrslitin og flestir leikmenn eru ekki í stakk búnir til að velja mótherja sína. Ég segi ekki að það sé öfund í þessu en menn eru kannski ekki alveg sanngjarnir því þeir eiga eftir að spila við þessa menn í úrslitunum og vilja að sjálfsögðu vera betri en þeir og vinna þá. Velgengni hjá öðrum er jafnvel eitthvað sem aðrir vilja ekki samþykkja í mörgum tilvikum. Þess vegna er tímasetningin vitlaus. Það mætti breyta þessu með að velja besta mann úrslitakeppninnar og besta mann vetrarins. Við, Keflvíkingar, vissum að enginn yrði valinn frá okkur, þegar við fórum á lokahófið. Það hefur aðeins einu sinni verið valinn leikmaður frá okkur, þetta virðist vera viðloðandi Kelfavík, sama þótt við höfum oft unnið mótið. Þetta skiptir ekki neinu höfuðmáli fyrir okkur, aðalmálið er að vinna deildina.“ - Hvað með þjálfarann Sigurð Ingimundarson. Hann var ekki valinn besti þjálfarinn? „Það var fáránlegt og aftur má kenna vitlausri tímasetningu um. Ermonlinskij var valinn áður en úrslitakeppnin hófst og þegar hún byrjaði og komið var út í alvöru verkefni þá duttu þeir strax út á meðan okkar lið hélt sama styrk út allt mótið.” - Margir hafa réttlætt þetta val þannig að þið séuð eins og Chicago Bulls liðið á íslandi og þurfið engann þjálfara? „Það er náttúrlega alveg út í hött. Það er jafnvel erfiðara að vera með lið, sem er svona gott og ná besta út úr liðinu og mannskapnum. Það er miklu erfiðara fyrir þjálfara að vera með 30 ■g íío: 1997 '—'•■1JM

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.