Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 8
Píni mig aöeins lengra
Texti: Gunnar Björn Melsted
Mynd: Sigurjón Ragnar
Það væri að bena í
bakkafullan lækinn að halda
því fnam að Rúnan
Alexandensson væni
efnilegasta fimleikamaðun
landsins. Runar, semen
Norðurlandameistari
fullonðinna á boghesti, van
fyrir skemmstu kosinn
fimleikamaður UMSK.
Skinfaxi hitti þennan
bógværa og hæfileikaríka
fimleikamann og átti við
hann stutt spjall rétt fyrir
eina æfinguna.
Hvað hefurðu æft fimleika lengi?
í næstum fimmtán ár. Ég byrjaði að æfa þegar ég var fimm ára
gamall í Eistlandi þar sem ég átti heima áður.
Af hverju fluttistu til íslands?
Fimleikafélagið Gerpla bauð mér til æfinga í tvær vikur fyrir
nokkrum árum. í framhaldi af því spurðu þeir mig hvort ég væri
tilbúinn að keppa fyrir félagið og ég játaði því. Mér líkaði svo vel
hérna að ég ákvað að vera um kyrrt og í framhaldi af því ákvað
ég að gerast íslenskur ríkisborgari og keppa fyrir íslands hönd.
Hver eru
næstu
stórmót hjá
þér?
Það eru að
sjálfsögðu
Smáþjóða-
leikarnir
hérna á íslandi í júní. Að sjálfsögðu stefni ég á næstu
Ólympíuleika. Hvort ég kemst og hvernig mér gengur á þeim
verður að koma f Ijós. Ég lofa ekki neinum verðlaunum en ég
kem til með að gera mitt besta á þeim, sem og öllum mótum
sem fer á.
Hvað finnst þér um íslenska fimleikamenn?
Þegar ég kom hingað þá voru þeir svona í meðallagi góðir, ekki
neitt hræðilega lélegir en jafnframt fáir sem voru mjög góðir.
Þeim hefur hins vegar farið mikið fram upp á síðkastið, sumpart
kannski vegna tilkomu minnar en einnig vegna góðra þjálfara og
æfingarinnar. Auðvitað hefur koma mín hingað til lands ýtt undir
það að þeir bæta sig. Það hjálpar að hafa einhvern betri en
maður sjálfur er að keppa við.
Það hvetur mann til þess að
leggja sig allan fram við að
gera betur en hann. Þegar ég
keppi við mér sterkari menn þá
legg ég mig allan í það að
vinna þá. Ég ýti sjálfum mér
að mörkum þess sem ég veit
að ég get framkvæmt og síðan
píni ég mig aðeins lengra en það. Öðruvísi nær maður ekki
árangri, svo einfalt er það nú.
Þegar ég kom hingað þá voru þeir svona í
meðallagi góðir, ekki neitt hræðilega lélegir
en jafnframt fáir sem voru mjög góðir