Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 40
Götuleikhúsið er líklega eitt af þekktari nöfnum þegar leiklist ungs fólks ber á góma. Á örfáum árum hefur það skapað sér svo mikla sérstöðu í íslenskri leiklistarflóru að það á sér engan líka. Það hefur til dæmis staðið fyrir götuhátíð (karnivali) í tengslum við þjóðhátíðardag okkar íslendinga og hefur vakið mikla athygli fyrir leikgleði og frumleíka. Krakkarnir staná sig eins og heljii l Götuleikhúsið hefur verið starfrækt í tengslum við listsmiðju Hins hússins og einungis yfir sumartímann. Núna í vetur var hins vegar farið af stað með leiklistarkennslu við listsmiðju Hins hússins og í tengslum við starfsnám Hins hússins. Starfsnám Hins hússins stendur yfir í sex mánuði. Einn mánuð eru krakkarnir á námskeiði hjá Hinu húsinu og svo eru þau í starfsnámi ef svo má segja hjá ýmsum fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, nokkrum einkafyrirtækjum og svo hjá listsmiðju Hins hússins. Starfsnámið er fjármagnað af Reykjavíkurborg eins og allur rekstur Hins hússins. Kolbrún E. Pétursdóttur leikari og var ráðin í hlutastarf sem leiklistarleiðbeinandi við listsmiðju Hins hússins þegar ákveðið var að fara af stað með leiklistarstarfsemi í febrúar síðastliðnum. Blaðamaður Skinfaxa hitti Kolbrúni til þess að forvitnast um þessa starfsemi listsmiðjunnar. Hvað nákvæmlega er listsmiðja Hins hússins? Starfsemi listsmiðjunnar er annars vegar tvíþætt. Hér vinna krakkarnir að fyrirliggjandi verkefnum fyrir hádegi eins og til dæmis að endurgera gömul húsgögn sem hefur verið komið til endurvinnslunnar. Þessi húsgögn verða síðan notuð í kaffihúsi sem á að koma upp í Hinu húsinu. Síðan kem ég eftir hádegi og er með þau í leiklist. Leiklistarstarfsemin er enn þá að mótast og ekki Ijóst hvað verður í framhaldinu, hvernig verður til dæmis með leiklistarstarfsemina í haust. Það fer algjörlega eftir þróuninni sem verður í Hinu húsinu og því fjármagni sem það hefur yfir að ráða og getur veitt í Listsmiðjuna. Þegar ég kom til starfa hér í febrúar þá voru tvær stelpur í starfsnáminu þegar byrjaðar að vinna að brúðugerð og þróa hér örlítið brúðuleikhús. Við tókum því þann pólinn í hæðina að vinna það áfram. Hópurinn hjálpaðist að við að skrifa handrit og úr því varð lítill skemtilegur leikþáttur sem við köllum „Ævintýri Mara“. Þetta er samblanda af brúðuleikhúsi og leiknu. Þennan leikþátt höfum við sýnt meðal annars á leikskólum og höfum hlotið hreint frábærar viðtökur enda hafa krakkarnir staðið sig eins og hetjur. Síðan höfum við verið að þreifa okkur áfram og erum núna að prófa okkur áfram með myndbandsgerð. Við vorum líka með „uppákomu" eða „gjöming" í Kringlunni í tengslum við kynningu Hins hússins þar þannig að leikhússtarfsemi listsmiðjunnar er svona að mótast. Nú fer svo að líða að því að undirbúningur hefjist fyrir Götuleikhúsið í sumar. Þó svo að Götuleikhúsið sé alveg sjálfstætt fyrirbæri, vegna þess að sumar- og vetrarstarfsemi Hins hússins er alveg aðskilin, þá er það unnið í samstarfi við listsmiðjuna. Hvernig gengur að fá krakka til að æfa og í raun og veru búa til leikhús á sumrin? Það er nú svo lítið mál. Það liggja fyrir tugir umsókna frá þeim sem hafa áhuga á því að starfa með því. En fjármagnið sem lagt er í þetta fyrirtæki er ekki meira en það að við getum ekki leyft okkur að ráða nema örfáa, sem er mikil synd því að áhuginn er greinilega mikill og fullt af góðu og hæfileikaríku fólki sem er að sækja um. Þess vegna er það nú synd að við getum ekki ráðið fleiri en raun ber vitni. Við erum að tala um umsóknir frá yfir fimmtíu manns en við geturm einungis ráðið níu manns. Þetta er í raun og veru erfitt og mjög flókið fyrirbæri þegar meira fjármagni er ekki veitt í þetta en raun ber vitni. Það hefur raunar verið svo frá því að götuleikhúsið tók til starfa fjöldinn allur af fólki sem hefur starfað við þetta í sjálfboðavinnu. Þetta er auðvitað full vinna og ekki hægt að leggja það á fólk eða ætlast til þess að það vinni tvo mánuði á ári fullkomlega í sjálfboðavinnu. Hvernig er að vinna með svona ungu fóiki, miðað við til dæmis fólk sem hefur einhverja reynslu, að ég tali nú ekki um atvinnuleikara? Það er auðvitað gjörólíkt en það er gaman að vinna með þessum krökkum. Það má eiginlega segja að maður tengist slagæðinni með því að vinna með svona ungu fólki. Ég hef mjög mikið kennt leiklist og þá hef ég yfirleitt verið með yngri hópa. En fyrst og fremst lít ég á það sem forréttindi að vinna með þessu unga fólki. Mér finnst líka gífurlega miklu máli skipta að krakkar fái að kynnast leiklist einhvern tímann því bara það að taka það skref að koma fram fyrir áhorfendur getur reynst mjög erfitt en um leið eflt viðkomandi til muna. Það væri óskandi að það tækist í framtíðinni að leggja línurnar með leiklistarstarfsemi á vegum Hins hússins, þannig að hér yrði unnið mikið sköpunarstarf. Þá get ég séð það fyrir mér að þessir krakkar komi mun sterkari út úr starfsnámi Hins hússins því leiklist eflir innri mannin auðvitað mjög mikið. Það væri auðvitað gaman í framtíðinni að sjá þessa tvo þætti listar, leiklist og myndlist eða öllu frekar hönnunarlist sameinast enn frekar hér hjá listsmiðjunni. Það hjálpar náttúrlega til þegar koma þarf leiklistarsýningum á laggirnar að þau smíða leikmuni og leiktjöld sjálf. Eins og til dæmis þegar við settum brúðuleikhúsið upp þá voru tvær stúlkur hérna í listsmiðjunni komnar með megnið af brúðunum áður en það var ákveðið að setja upp brúðuleikhús og síðan hjálpuðust krakkarnir við að Ijúka því sem eftir var af undirbúningnum. Markmiðið með svona vinnu er auðvitað að sem mest af sköpuninni sé þeirra. Síðan hlýtur markmiðið auðvitað alltaf að vera að efla sjálfstraust og virkni þeirra eins gert er ráð fyrir í öllu því sem Hitt húsið tekur sér fyrir hendur. 40 Texti: Gunnar Melsted Mynd: Úr einkasafni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.