Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 32
í íþrótta- og ungmennafélagið Keflavík var til við samruna 6 félaga þann 30. júní 1994. Ákveðið var að stofndagur Keflavíkur yrði stofndagur elsta félagsins, UMFK, en hann er skráður 29. september 1929. Starfsemi nýja félagsins er til mikillar fyrirmyndar og að sögn Skúla Þ. Skúlasonar, formanns Keflavíkur, reynir félagið að sinna þörfum einstaklingsins frá vöggu til grafar. Keflvíkingar eru stoltir af afreksmönnum sínum en það felst miklu meira í því að reka íþróttafélag en að taka á móti titlum. Uppbyggingarstarf Keflvíkinga hefur verið sérstaklega vel skipulagt og sést það kannski best á árangri félagsins í hinum ýmsu íþróttagreinum. Badmintondeildin eignaðist sinn fyrsta íslandsmeistara þegar Gunnar Gunnarsson sigraði í b-hópi á meistaramóti íslands í ársbyrjun. Fimm stúlkur úr fimleikadeild unnu íslandsmeistaratitla en það voru þær Berglind Skúladóttir, Ragnheiður Steinunn Jónsdóttir, Ásta Sigurlaug Tryggvadóttir, Ragnheiður Pétursdóttir og Guðrún Björgvinsdóttir. Fyrstu íslandsmeistarar hjá Karatedeildinni komu í fyrra en þá sigraði Garðar Reynisson í einstaklings-Kata 9 ára og yngri og Sigríður Pálsdóttir í Kumite kvenna 16 ára og yngri. Eftir lægð hjá Knattspyrnudeildinni undanfarin ár virðist allt vera á uppleið aftur. Unglingaþjálfarinn Velimar Sergic hefur verið að gera góða hluti hjá félaginu 'og uppbyggingastarf hans er farið að skila sér í meistaraflokk. Þegar þetta er skrifað er meistaraflokkslið Keflavíkur á toppi Sjóvá-Almennra deildarinnar undir stjórn Gunnars Oddsonar. Það verður gaman að fylgjast með þessu spræka liði í framtíðinni og það er öruggt að Keflavík á eftir að vera í toppbaráttunni á næstu árum. í körfunni er Keflvíkingar nánast ósigrandi. Karlalið Keflavíkur í meistaraflokki sigraði á síðasta leiktímabili í öllum þeim mótum sem liðið tók þátt í. Yngri flokkar félagsins eru mjög sterkir og víst er að erfitt verður að stjaka við Keflvíkingum næstu árin í körfunni. Mikið uppbyggingastarf er hjá Skotdeildinni og hefur hún unnið þrekvirki við uppbyggingu á svæðinu. Það má til dæmis nefna að skotfimi á Smáþjóðaleikunum mun einmitt fara fram á svæði Keflvíkinga. Það er ekki hægt að Ijúka yfirliti yfir deildir félagsins án þess að minnast á sunddeildina. Margir af fremstu sundmönnum okkar íslendinga koma úr Keflavík og nægir þar að nefna Eydísi Konráðsdóttur og Magnús Konráðsson sem bæði verða á fullu á Smáþjóðaleikunum. Á síðasta ári vann sunddeildin 42 titla og þar af vann Eydís Konráðsdóttir átta talsins. Magnús Konráðsson vann 5 titla en Flanna Björg Konráðsdóttir vann 2 titla. Uppbyggingastarfi lýkur aldrei og það er nauðsynlegt að vera alltaf á tánum. Stjórn Keflavíkur hefur unnið mikið starf undanfarin ár og það eru fá félög á landinu þar sem staðið er eins vel að málum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.