Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 46
- Nú er 90 ára afmælisár Ungmennafelags íslands næstum ’hálfnað en það hefur ekki borið mikið á afmælinu? „Það er kannski rétt og við höfum ekki verið neitt að auglýsa það í fjölmiðlum eða annars staðar að Ungmennafélag íslands sé 90 ára í ár. Við reynum frekar að minnast þess í starfi okkar og þar ber kannski fyrst að nefna fræðsluátakið sem fólk í hreyfingunni verður mest vart við. Kyndilhlaupið er einnig tileinkað 90 ára afmælinu en við notum líka tækifærið og komum eldinum inn á Landsmót. Landsmótið hittir svo á afmælisárið og þar verður minnst á 90 ára afmælið. í lok maí vorum við einnig með ráðstefnu og aðalfund sem er liður í 90 ára afmæli okkar en við buðumst til að halda ráðstefnuna í tilefni af afmælinu. Síðast en ekki síst verður svo þing UMFÍ haldið í haust og afmælisnefndin er að skoða þann möguleika að hafa menningarviku ungmennafélaganna síðustu vikuna fyrir þing. Eins og sést á þessu er margt um að vera og það mun kannski bera meira á afmælinu fyrir almenning þegar líða tekur á sumarið." - Nú hefur UMFÍ verið með sérverkefni í gangi undanfarin ár en í sumar er ekkert í gangi. „Það er verkefni í gangi eins og ég nefndi áðan. Kyndilhlaupið er verkefni þar sem öíl ungmennafélögin taka þátt og þrátt fyrir að það fari ekki mikið fyrir því þá má búast við að um 2000 manns taki þátt í því áður en yfir líkur. Það er svo líka Ekki íþróttahreyfingunni til góðs að sameina UlilFÍ og ÍSÍ spurning hvort stjórn UMFÍ eigi alltaf að vera með verkefni sem er vísað út í hreyfinguna á hverju ári. Þetta ár er mjög stórt hjá hreyfingunni allri og ekki víst að það hafi verið neinn tími fyrir önnur sérverkefni. Það þurfti mikla vinnu og undirbúning fyrir Kyndilhlaupið og svo má ekki gleyma því að ungmennafélögin eru að búa sig undir Landsmótið í Borgarnesi og það er ekki síður mikil vinna. Við verðum að vara okkur á því að demba ekki of miklu á hreyfinguna þó að það sé nauðsynlegt að hafa alltaf eitthvað í gangi.“ - Hver er staða hreyfingarinnar á þessum tímamótum. Sameining Ólympiunefndar íslands og íþróttasambands íslands hefur verið í umræðunni og sumir hafa nefnt sameiningu ÍSÍ og UMFÍ. Hver er afstaða þín íþessum málum? „Ég held að staða Ungmennafélags íslands sé sterk og þá sérstaklega út um land og mér finnst frekar hafa verið uppsveifla að undanförnu heldur en ekki. Þú minnist á sameiningarmálin, ég hef ekki trú á því að það verði íþróttahreyfingunni til góðs að sameina UMFÍ og ÍSÍ. Ég hef hins vegar ekki sett mig inn í og ætla ekki að skipta mér af sameiningu Óí og ÍSÍ. Ég hef kannski skoðun á því en ég tel ekki heppilegt að ég sé að beita mér um of í því. Ég ræði þessi mál við mína félaga ef þeir spyrja mig en ég hef ekki löngun til að beita mér neitt í þessu máli.“ - En af hverju eru sum félögin innan UMFI en önnur ekki og hvað fá „íþróttafélög“ eins og Breiðablik og Keflavík út úr því að vera innan UMFI sem kannski félög eins og KR og Valur fá ekki? „í fyrsta lagi er það aðgangur að Landsmóti sem virðist vera nokkuð ríkur. Það er kannski misjafnt hvernig menn meta þá kosti að vera innan UMFÍ en ég held að samstarfsvettvangurinn í grasrótinni sé mikiliivægur, unglingalandsmótið, Landsmótið og fjárhagslega er það betra. Það munar miklu fyrir héraðssamböndin og félögin með beina aðild að fá Lottóið frá okkur þar sem ÍSÍ hefur skildum að gegna við°sérsamböndin og þangað hljóta að fara umtalsverðir fjármunir. Það eru margir kostir við að vera innan UMFÍ.“ - Nú styttist í þing UMFÍ, bíður þú þig aftur fram til formanns? „Ég á nú von á því að ég bjóði mig fram aftur. Það verða einhverjar breytingar á stjórn UMFÍ á næsta þingi þrátt fyrir að ég vilji engan frá borði missa. Ég hef starfað með UMFI í langan tíma og haft mjög gaman að og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt sé ég ekki ástæðu til að hætta.“ UMFÍ 46

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.