Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 12
Nicky Butt segir í viðtali á internetinu að Ryan Giggs sé besti knattspyrnumaður Evrópu en þrálát meiðsli hafi komið í veg fyrir að hann næði að sýna hvað hann virkilega getur. Nicky Butt og félagar hjá Manchester United eru á góðri siglingu þessa dagana í ensku úrvalsdeildinni og allir leikmenn liðsins virðast vera í toppformi. Butt segir hins vegar að Ryan Giggs sé langt frá því að vera í toppformi. „Þrátt fyrir að Giggs sýni góðan leik um þessar mundir hefur hann ekki enn náð sér alveg í gang eftir langvarandi meiðsli. Ryan Glggs er mesta efni sem Bretar hafa eignast á knattspyrnuvellinum og að mínu mati er hann besti leikmaður Evrópu. Það er hins vegar erfitt að gera sér grein fyrir því hversu góður Giggs er því að hann hefur leikið meiddur undanfarin tvö ár og hann er enn við meiðsli að stríða í dag. Manchester-liðið saknar ekki neins leikmanns jafnmikið og Giggs og því miður eigum við ekki leikmann sem getur fyllt stöðu hans þegar hann leikur ekki. Við getum fyllt allar aðrar stöður á vellinum en hvernig er hægt að fylla stöðu besta leikmanns Evrópu?" Þakka suði fyrir að vera svona yndislegur Fjölnir Þorgeirsson lifir hratt þessa dagana með unnustu sinni, Mel B., og erfitt er að ná sambandi við kappann þar sem hann er á ferð og flugi um allan heim. Fjölnir var í viðtali í SKINFAXA fyrr á þessu ári og þá sagði hann krökkum meðal annars að nota ekki fíkniefni. „Lykillinn að góðum árangri er að vera stundvís og skipulagður. Ég þakka bara guði fyrir að vera skapaður jafnyndislegur og ég er. Ég smakkaði heldur ekki áfengi fyrr en ég var 20 ára og í dag nota ég áfengi í algjöru hófi. Reykingar og fíkniefni hef ég aldrei prófað og ég er mjög mikið á móti allri dópneyslu." - En verður Fjölnir mikið var við fíkniefni? „Ég hef orðið var við fíkniefni og séð fólk í kringum mig vera að nota þau. Maður verður hins vegar bara að hugsa um sjálfan sig og halda sér frá þessum efnum. Þetta hefur aukist mikið á síðustu árum og það er eins og unglingarnir í dag haldi að það sé eitthvað flott að nota eiturlyf. Það er algjör misskilningur." Það er algjör misskilningur að halda að það sé eitthvað flott að nota eiturlyf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.