Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 23
sk Barátta Stjörnunnar og Hauka heldur áfram ■ • I Þær hafa verið sérstaklega skemmtilegar I úrslitarimmurnar á milli Ungmennafélags Stjörnunnar og Hauka í meistaraflokki kvenna. Þessi lið hafa sýnt nokkra yfir- burði í deildinni undanfarin ár og þrátt fyrir jafnari deíld þetta árið skipa þessi tvö lið enn efstu sætin. En hvað gerir þessi lið sterkari en önnur og hvort liðið fer með sigur af hólmi þetta árið? Það hefur ekki vantað spennuna og baráttuna í úrslitaviðeignir Hauka og Stjörnunnar undanfarin ár. Þessi lið hafa haft nokkra yfirburði í deildinni og þrátt fyrir jafnari deild í ár en undanfarin ár skipa Haukar og Stjarnan enn tvö efstu sætin. Vandamálið hjá báðum þessum liðum er hins vegar breiddin og bæði liðin keyra mikið til á einungis sjö stelpum. Þessi lið verða að teljast þau reynslumestu í deildinni og þess vegna spáir SKINFAXI því að þau leiki aftur til úrslita í ár. Haukar hafa misst þær Ragnheiði Guðmunds- dóttur og Kristínu Konráðsdóttur frá síðustu leiktíð en Stjarnan missti þær Björgu Gilsdóttur, Önnu Halldórsdóttur og báða markverðina sína. Stjörnustelpurnar Ragnheiður, Herdís, Inga Fríða og Sigrún eru hins vegar orðnar hungraðar í sigur og þær munu koma liðinu alla leið í vetur. Byrjunarliðið undanfarin ár hefur verið nánast óbreytt og reynsla liðsins er orðin mikil. Stjarnan fer alla leið í vetur! Judith EztersaI stóð sig vel í úrslitaleiknum /' fyrra 03 gerði út um vonir Stjörnunnar. Þegar í úrslitaleikina er komið er ekkert gefið eftir eins og þessar myndir sýna. Haukastelpurnar hafa haft betur tvö undanfarin ár í viðreignum þessara liða. Vigdís Sigurðardóttir getur hreiniega iokað markinu hjá Haukum þegar hún kemst í stuð. Ragnheiður Stephensen er mikilvæg Stjörnuliðinu og þegar hún kemst í gang er liðið illviðráðanlegt. ÍJÁ). 1907JUKl 997

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.