Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 31
Það er ekki langt síðan uppbygging hófst í Graf- arvogi en þar búa nú í kringum 14 þúsund manns og hverfið er enn að stækka. Krafa búa hverfisins um stofnun öflugs íþróttafélags í Grafarvogi fékk fljótt hljómgrunn á meðal yfirmanna Reykjavíkurborgar, enda mikil nauðsyn. Ungmennafélagið Grafarvogur var stofnað 11. febrúar 1988 en nafninu varfljótlega breytt í Fjölnir. Fjölnir er eitt yngsta ungmennafélag á íslandi en þrátt fyrir ungan aldur hefur félagið vax- ið jafnt og þétt og er nú orðið stærsta félag landsins. Tmámci Fjöldi barna og unglinga stunda nú æfingar hjá Fjölni og efniviðurinn er nægur. Ungmennafélagsandinn er alltaf hafður í fararbroddi og mikil áhersla er lögð á að iðkendurnir hafi gaman af því sem þeir gera. Merk tímamót verða í sögu félagsins í febrúar á næsta ári því að þá verður félagið 10 ára. Skinfaxi fór í stutta heimsókn í Grafarvoginn til að fræðast meira um uppgang félagsins og efniviðinn. Umfjöllun á síðum 32-37. nmta dri 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.