Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 35
Nef varla tína til að fermast Fjölnín státar af öflugu unglingastanfi sem hefun skilað sép á síðustu ápum. Fjölnismenn eiga gífuplega mikið af efni- legum íþnóttamönnum og vipðast mapgip þeírra eiga mikla möguleika á að komast í fpemstu pöð. Sá sem sker sig dálít- ið út úp hópnum er Ólafur Dan Hreinsson sem er aðeins þréttán ára. Það er ekki nóg að piltur sem er orðinn 180 sm á hæð sé góður í einni grein, ekki tveimur, ekki premur held- up fjórum íþróttagreinum. Pilturinn er ótrúlega fjölhæfur og það virðist vera sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, alltaf nær hann árangri. Hann byrjaði aðeins fjögurra ára gamall að æfa fimleika en hætti fljótlega þar og sneri sér að öðrum greinum. Ólafur Dan á sér marga uppáhaldsíþróttamenn og má þar nefna ungmennafélagana Teit Örlygsson, Jón Arnar Magnússon og Ólaf Gottskáiksson. Ólafur lætur sér ekki nægja að stunda eina eða tvær íþróttagreinar eins og flestir krakkar gera, heldur stundar hann fjórar. „Ég er í handbolta, frjálsum, körfubolta og fótbolta. Ég mæti reyndar ekki á allar æfingar í fótbolta og körfubolta yfir vetrar- tímann því að þá legg ég meiri áherslu á handboltann og frjálsar. Ég mæti þó reglu- lega á æfingar í körfu til að geta farið yfir kerfin sem lögð eru upp fyrir leiki. Ég fer síðan í alla leiki og spila með í körfunni. Þegar sumarið kemur þá eru fótboltinn og frjálsar númer eitt og tvö." - Hvernig fer eiginlega með skólann? Situr hann á hakanum? „Það er dálítið erfitt að læra heima því að ég er yfirleitt á æfingum á kvöldin. En ég reyni þó að læra um leið og ég kem heim úr skólanum og síðan fer ég beint á æfingar. Ég æfi svona sex sinnum í viku og stundum oftar. Um helgar eru svo mót þannig að ég hef ekki einu sinni komist í undirbúning fyrir ferminguna en ég á að fermast í vor." - Það er kannski svo mikið að gera hjá þér að þú getur ekki fermst í vor? „Nei, ætli það." - Þú fermist kannski ekki fyrr en þú verður 18? „Ég fermist nú vonandi á réttum tíma. Það er það langt í fermingu að ég hef feng- ið frí frá undirbúningnum. Við eigum að mæta í átta messur fyrir áramót og átta eft- ir þau svo að það er nægur tími en það er samt óþægilegt að missa af þessu. Ég mæti þó alltaf í fermingarfræðsluna." - Þú stundar þrjár boltagreinar en hvaða grein stundar þú í frjálsum? „Ég er í öllu. Ég ætla að stefna að því að verða tugþrautarmaður." - Áttu þér einhverja fyrirmynd í íþróttun- um? „Já, Jón Arnar tugþrautarmaður stend- ur sig vel í frjálsum og hann er mín aðalfyr- irmynd. Svo held ég mikið upp á Ólaf Stef- ánsson í handboltanum, Ólaf Gottskálks- son í fótboltanum og Teit Örlygsson í körf- unni. Ég held upp á Ólaf Gottskálksson vegna þess að ég æfi mark." - Þú ert ungur að árum og getur sprikl- að endalaust í dag en ert þú eitthvað farinn að velta fyrir þér hvaða íþróttagrein þú ætl- ar að stunda þegar þú verður eldri? „Já, ég er alveg ákveðinn að halda áfram í frjálsum en síðan á ég eftir að gera upp við mig hvaða eina grein ég vel til við- bótar við frjálsar." - Hvað með framtíðina, langar þig að verða atvinnumaður í einhverri af þein greinum sem þú stundar? „Já og nei, ég veit eiginlega ekki enn þá hvað ég vil gera þegar ég verð eldri. Ég man þegar ég var tíu ára að þá langaði mig að verða atvinnumaður í fótbolta. En ég hugsa ekki jafnmikið um það núna. Ég hef stundum hugsað umað reyna að komast í skóla í Bandaríkjunum og æfa frjálsar með skólanum því þar er aðstaðan mjög góð." - Ólafur hef náð mjög góðum árangri í öllum þeim greinum sem hann stundar? „í fyrra enduðum við í 2. sæti í íslands- mótinu í knattspyrnu og líka í körfunni. Við lentum líka í öðru sæti á íslandsmótinu í handbolta 1995. í frjálsum er ég fjórfaldur íslandsmeistari utanhúss og þrefaldur inn- anhúss. Þessar greinar eru hástökk, spjót, kúla og hlaup. Ég á síðan 3 íslandsmet í 12 ára og yngri og 2 í flokki 13 ára yngri ífrjálsum." í fyrra hlotnaðist honum sá mikli heiður að vera valinn afreksmaður Fjölnis árið 1996. Næsta sumar heldur Fjölnir unglinga- landsmót UMFÍ í Grafarvogi en ekki er víst hvort Ólafur getur verið með þar. Undan- farin tvö ár hefur hann verið valinn til að fara á Eyrarsundsleikana og vonast til að fara aftur næsta sumar. Leikarnir verða þá haldnir í Sviþjóð og þarna koma saman margir af efnilegustu frjálsíþróttamönnum heims. Mótið er alþjóðlegt og því opið öll- um. En til að komast á leikana verður Ólaf- ur að vinna sér rétt til þátttöku í gegnum skólaþríþraut Æskunnar. Það eru allir grunnskólarnir á landinu sem taka þátt í þessu og að lokum eru tveir stigahæstu strákarnir og tvær stigahæstu stelpurnar send sér að kostnaðarlausu til Svíþjóðar. Síðustu tvö árin hefur Ólafur náð mjög góð- um árangri á Eyrasundsleikunum. Þetta er sannarlega framtíðarfrjálsíþróttamaður ís- lands. 1907ÆtHh1997 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.