Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 18
rímerkjasöfnun er skemmtilegt áhugamál Frímerkjasöfnun er bæði skemmti- legt og fræðandi áhugamál. Hún er krefjandi, en ánægjan er fyrirhafnarinnar virði. Þjónusta við safnara Póstur og sími starfrækir söludeild, Frímerkjasöluna, sem annast alla þjónustu við frímerkjasafnara. Vertu áskrifandi Ef þú vilt fá ný frímerki reglulega er best fyrir þig að vera áskrifandi að ákveðnum fjölda fyrstadagsumslaga og/eða frímerkja. Öll fnmerki eru seld á nafnverði. Komdu í Frímerkjasöluna, Ármúla 25, 108 Reykjavík eða hringdu í síma 550 6054, ef þú vilt gerast áskrifandi eða fræðast nánar um starfsemina. FRIMERKJASALAN P0J«IL Pósthólf 8445,128 Reykjavík, slmi 550 6054, fax 550 6059 Internet: http://www.simi.is/postphil/ Hreinn Halldórsson hafði sínar skoðanir á þessum málum þegar Skinfaxi hitti hann. Hann vill ekki að krakkar einblíni á eina íþrótt en heldur ekki að þeir séu á fullu í of mörgum. „Það verður aldrei til góðs að mínu mati að krakkar séu á fullu í of mörgum íþróttagreinum. Hins vegar eru íþróttaskólar af hinu góða og við erum með hann í gangi hér fyrir krakka yngri en 11 ára. Þeir sækja engar aðrar æfingar og borga bara eitt gjald og fá að kynnast öllum íþróttagreinum þar. Ég held að framtíðin sé sú að einstaklingur greiði ekki nema eitt gjald inn í félagið og þá um leið fái hann að æfa hvaða íþróttagrein sem er eins og efni standa til.“ Kolbeinn Pálsson, ÍBR Það er erfiðara fyrir stórt bandaiag eins og ÍBR að koma hlutum eins og íþróttaskólanum af stað. Það þarf að kynna málið fyrir öllum félögunum og í framhaldi af því þátttakendunum sjálfum. „Það er erfiðara fyrir okkur að framfylgja þessari stefnumótun ÍSÍ. íþróttafélögin innan bandalagsins eru 48 og það er einn fulltrúi frá hverju félagi sem tekur ákvarðanir fyrir viðkomandi félag. Við gerum okkur grein fyrir því að breytingar á hugsunarhætti varðandi íþróttir eru að breytast. Mikilvægi íþrótta í uppeldi er alltaf að koma betur í Ijós.og því er nauðsynlegt að sem flestir krakkar og unglingar stundi íþróttir...Kannanir hafa sýnt það að ef einstaklingur stundar íþróttir þá fær hann hærri einkunnir í skóla og því oftar sem sem einstaklingurinn stundar íþróttir þeimur þeimur verður einkunnin." Kolbeinn taldi að íþróttaskólar væru af hinu góða en samt væri flóknara að starfrækja þá á Reykjavíkursvæðinu en til dæmis á Húsavík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.