Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 7
Guömundur Torfason hefur verið að gera góða hluti með lið Grindavíkur. Það ergreinilegt
að þarna er á ferðinni hæfur þjálfari sem nær því besta út úr þeim mannskap sem hann
hefur til staðar.
Nú fer að líða að því að
undirbúningur knattspyrnuliða hefjist
fyrir næstkomandi leiktíð. Þrjú
ungmennafélög leika í Sjóvá Almennra-
deildinni næsta sumar og hafa þau öll
gengið frá þjálfaramálum sínum.
Grindvíkingar eru hæstánægðir með
árangurinn sem Guðmundur Torfason
hefur náð með liðið. Nokkur félög voru
á höttunum eftir honum en hann ákvað
að vera um kyrrt hjá Grindavík. Spútnik-
lið síðustu leiktíðar, Keflavík, hefur
gengið frá samningum við þá Gunnar
Oddsson og Sigurð Björgvinsson. Það
verður erfitt fyrir þá félaga að toppa
árangur sumarsins en ungu strákarnir
mæta nú til leiks reynslunni ríkari.
Leiftur frá Ólafsfirði missti þjálfarann
sinn til Valsmanna og þeir þrugðu á það
ráð að sækja (slending til Færeyja til að
þjálfa liðið. Það verður gaman að
fylgjast með hvernig honum tekst til
með þjálfun á félagsliði hér á íslandi.
- Hvað má drekka mikið áfengi á
meðgöngu?
Niðurstöður rannsókna þenda til þess að
því meira áfengis sem kona neytir á
meðgöngutíma þeim mun meiri líkur séu á að
vínandinn skaði fóstrið. Þær benda og til þess
að skaðinn verði því meiri sem magn áfengis
eykst.
Ekki er hægt að fullyrða að lítil
áfengisneysla í örfá skipti á meðgöngutíma
skaði fóstrið en það er ekki heldur hægt að
fullyrða að svo geti ekki verið. Þess vegna er
öruggast fyrir barnshafandi konur að neyta alls
ekki áfengis á meðgöngutfma því að engin
örugg mörk eru þekkt.
- Er einhver tími varasamari en annar?
Ekki er vitað með vissu hvort fóstrinu er
hættara við skaða á einum tíma eða öðrum.
Líffærin þroskast á mismunandi tíma með-
göngunnar og eru því misviðkvæm fyrir skaða.
Almennt virðist fóstrinu þó hættast við skaða
á fyrri hluta meðgöngunnar. Kona sem dregur
úr neyslu eða hættir að neyta áfengis hvenær
sem er á meðgöngu minnkar líkur á því að
fóstrið skaðist af völdum vínanda.
(Upplýsingar: Áfengisvarnaráð, 2.útgáfa)
Þeim fer fjölgandi jafnt og þétt ungmennafélögunum í íslenska landsliðinu í
knattspyrnu. Bræðurnir Eyjólfur og Sverrir Sverrissynir náðu þeim merka áfanga
ekki alls fyrir löngu að leika saman með landsliðinu. Sverrir sést hér í leik gegn
Norðmönnum.
Ný ritnefnd Skinfaxa
Að loknu 40. samþandsþingi Ungmennafélags íslands, sem haldið var í
Grafarvogi í lok októbermánaðar var valin ný ritnefnd Skinfaxa. Þau Vilmar
Þétursson, Sigurbjörn Gunnarsson og Sigurlaug Ragnarsdóttir tóku öll aftur
sæti í ritnefndinni en þau hafa stýrt blaðinu inn á nýjar brautir undanfarin
tvö ár. Til viðbótar settist Anna R. Möller í ritnefnd og ætti hún að koma
með reynsluna með sér þar sem hún starfaði meðal annars hjá
útgáfufyrirtækinu Fróða fyrir nokkrum árum.
7