Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 29
Stefnnyfirlýsin^ íliigmemwfiélam Islanck um Forvarnir og tikniefni samþykkt á 40. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var í Grafarvogi 24. og 25. október 1997 Neysla áfengis, tóbaks eða annarra fíkni- efna á aldrei samleið með iðkun íþrótta og vill íþróttahreyfingin á íslandi efla for- varnahlutverk sitt á eftirfarandi hátt: Setja fram markvissa stefnu • hvetja íþrótta- og ungmennafélög til þess að festa í lög sín ákvæði þar sem tekin er einörð afstaða gegn neyslu áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna • móta sameiginlegar starfsreglur um hvernig tekið skuli á fíkniefnavanda ungs fólks á vettvangi íþróttahreyfingarinnar og hvernig unnið skuli að forvörnum Stuðla að aukinni og al- mennari þátttöku ungs fólks í íþróttastarfi • hvetja íþrótta- og ungmennafélög til þess að vinna markvisst að því að fjölga iðkendum íþrótta meðal barna og ung- linga, m.a. með því að auka fjölbreytni í iðkuninni og tryggja þannig að öll börn og unglingar fái tækifæri til að stunda íþrótt- ir í samræmi við eigin þarfir, getu og áhuga • nýta mannvirki og aðstöðu íþrótta- hreyfingarinnar til að festa íþróttastarf í sessi sem raunhæfan valkost til skemmt- unar fyrir unglinga, t.d. með því að bjóða upp á iðkun óhefðbundinna greina, halda opin hús í íþróttamannvirkjum, eða efna til annars konar íþróttastarfs fyrir þessa aldurshópa þar sem meiri áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir þeirra fyrir af- þreyingu og skemmtun en keppni og af- rek Auka þekkingu á skaðsemi fíkniefna og forvörnum innan hreyfingarinnar • gefa út fræðsluefni um fíkniefni og forvarnir fyrir þjálfara og iðkendur og gera fræðslu um þessi málefni að föstum þætti í fræðslustarfi íþróttahreyfingarinnar og í íþróttanámi í framhaldsskólum • fela þjálfurum að fræða þá iðkendur sem þeir þjálfa um áhrif áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna á heilbrigði þeirra og árangur í íþróttum • hvetja sambandsaðila íþróttahreyf- ingarinnartil þess að fjalla um fíkniefni og forvarnir í málgögnum sínum og ritum UMFÍ Styrkja þá ímynd að íþrótta- iðkun og fíkniefnaneysla séu andstæður • virkja afreksfólk í íþróttum sem fyrir- myndir barna og unglinga í heilbrigðu lif- erni • banna áfengisneyslu iðkenda, þjálf- ara og leiðtoga við hvers kyns tilefni í íþróttastarfinu, t.d. í æfinga- og keppnis- ferðum og banna áfengisneyslu áhorf- enda í tengslum við íþróttakeppni • halda neyslu áfengis, tóbaks og ann- arra fíkniefna utan hvers kyns skemmt- ana sem fram fara á vegum íþróttahreyf- ingarinnar, t.d. árshátíða, uppskeru- og sigurhátíða • gera öll íþróttamannvirki algerlega reyklaus • virða bann við auglýsingum á áfengi og tóbaki og birta ekki auglýsingar sem Ijóst má vera að almenningur skilur sem dulbúnar auglýsingar á áfengi og tóbaki, í íþróttamannvirkjum, á keppnisbúning- um eða á annan hátt er tengist íþróttum. Greinargerð Vaxandi fíkniefnaneysla ungs fólks er einn stærsti vandi sem nú steðjar að vest- rænum samfélögumog hafa forystumenn í þjóðfélagsmálum, mennta- og uppeldis- málum, svo og stjórnmálamenn beggja vegna Atlandshafsins lýst áhyggjum sín- um af þessu. Ljóst er að allir verða að leggjast á eitt ef takast á að snúa þessari þróun við. íþróttahreyfingin hefur með starfi sínu frá upphafi lagt grunn að heilbrigðum lífs- venjum ungs fólks í landinu með fjölbreytt- um verkefnum. Stærð hennar og félaga- fjöldi sýna að íþróttir skipa veglegan sess í lífi íslenskra barna og unglinga. Þessari sterku stöðu íþróttahreyfingarinnar fylgja í senn ábyrgð og margvíslegir möguleikar og skiptir því miklu máli fyrir velferð ungs fólks hvernig til tekst með starf hennar. íþróttastarf hefur margþætt gildi fyrir börn og unglinga og er löngu orðið tíma- bært að líta á það sem mikilvægan þátt í uppeldi íslenskrar æsku. Mikilvægi íþrótta og almennrar líkamsþjálfunar fer ört vax- andi í nútímasamfélagi vegna aukinnar kyrrsetu og einhæfni í líkamsbeitingu og starf íþróttahreyfingarinnar hefur þvf al- mennt forvarnagildi með tilliti til líkamlegr- ar hreysti og heilbrigðis. Auk þess benda rannsóknir eindregið til þess að fþrótta- starf hafi mikið gildi fyrir íslenskt æskufólk með tilliti til neyslu áfengis og annarra fíkniefna. Félagsskapurinn, hvatningin og ánægjan sem íþróttastarfinu fylgja geta haft mikið gildi fyrir ýmiss konar forvarna- starf. Þar eru þjálfarar og leiðbeinendur barna og unglinga í lykilhlutverki, en þeir hafa áhrif á stóra hópa ungs fólks með orðum sínum og verkum. Því meiri áherslu sem þeir leggja á skaðsemi fíkni- efna í daglegu starfi sínu, þeim mun meiri áhrif mun starf íþróttahreyfingarinnar hafa í baráttunni við fíkniefnavanda ungs fólks. Framlag íþróttahreyfingarinnar í þeirri bar- áttu getur ráðið miklu um hvernig hún tekst hér á landi á næstu árum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.