Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 19
Eiríkur B. Biörgvinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi á Akureyri. „Kannanir hafa sýnt að tómstundir og ekki sýst íþróttir hafa mikið for- varnargildi. mörgum íþróttum Körfuboltamaðurinn Tómas Holton hafði sýnar skoðanir á þessum málum þegar Skinfaxi ræddi við hann. Við spurðum hann fyrst hvort krakkar ættu að stunda margar greinar á unglingsárunum. „Ef þú lítur bara á þessa bestu í NBA þá eru þetta oft menn sem voru í öllum íþróttum og gátu jafnvel valið um í hvaða íþrótt þeir vildu verða atvinnumenn. Þessir leikmenn verða miklu fjölhæfari og líkamlega sterkari." - Er mikilvægt fyrir krakka að læra að sigra á unglingsaldri? „Það eru margir þjálfarar sem halda að það sé alltaf mikilvægast að vinna en það geta ekki allir unnið. Þeir gleyma oft mikilvægi þess að leiðbeina og undirbúa krakkana fyrir framtíðina." Mismunandi æfingar Ragnheiður Stephensen, handboltakona hjá Stjörnunni, sagði í viðtali við Skinfaxa fyrir nokkru að sérhæfing ætti ekki að byrja fyrr en einstaklingur væri orðin 15-16 ára. „Það er mjög mikilvægt að félögin bjóði krökkunum upp á mismunandi æfingar og leyfi þeim að prófa sig áfram á mörgum stöðum. Það hefur sýnt sig um allan heim að allir bestu íþróttamenn heims tóku þátt í mörgum íþróttagreinum þegar þeir voru ungir. Sérhæfing á ekki að byrja fyrr en þeir eru orðnir 15-16 ára gamlir.“ Hlíðarfjall Akureyri Skíðastaðir á Akureyri Hlíðarfjalli, 600 Akureyri Tei: (+354) 462 29 30 Fax: (+354) 461 20 30 Vetraríþróttamiðstöð íslands, Akureyri Aðeins 7 km frá Akureyri í 500 m hæð yfir sjó. Veitingasala, skíðaleiga, stólalyfta, tvær spjaldalyftur, T-lyfta. Heildarafköst um 3000 m/klst. Fallhæð frá efstu lyftu að hóteli 500 m, lengsta skíðaleið 2,5 km. Göngubrautir 3,5 km, 5 km, 10 km. “jUK™

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.