Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 33
við í gífurlegum vandræðum hvað varðar húsnæði. Fjölnir er stærsta íþróttfélag á landinu. Við erum að vísu ekki með flesta iðkendur í dag en þeir eru í kringum 18-19 hundruð." - Á hvaða mælikvarða eru þið stærstir? „Við erum með flesta á félaga- skrá. Við vinnum þannig að við byrjum á að fá foreldrana í félagið. Við lítum svo á að það séu engir betri en foreldrarnir sjálfir til að passa upp á börnin sín hjá félaginu. Ef við getum tengt foreldrana við fé- lagið að þá er minna mál að ná börnunum. Þannig höfum við hugs- að þetta ólíkt mörgum öðrum félög- um sem hugsa fyrst og fremst um að ná börnunum. Þessi stefna okk- ar hefur gengið mjög vel og skilað árangri. Fólkinu í Fjölni er mjög annt um félagið og þá starfsemi sem fer hérna fram. Það má með sanni segja að það sé mikill sam- hugur hjá fólki í Grafarvogi um félagið þótt hérna búi allra félaga kvikindi sem ólust upp í öðrum fé- lögum. Það sýnir sig kannski best á því að þegar átti að koma með ann- að íþróttafélag hér í Grafarvoginn að þá reis félagið upp og stöðvaði það. Það sama má segja þegar átti að reisa bensínstöð og sjoppu hérna hjá íþróttavellinum. Þá var samhugurinn það mikill á meðal fólks að 3000 undirskrift- ir söfnuðust frá fólkinu í hverfinu á einni helgi. Ef ég hefði fengið að hafa undir- skriftablöðin í heila viku að þá hefði ég fengið alla í hverfinu til að skrifa undir. Grafarvogsbúar standa rosalega þétt saman.“ - Þetta er orðið fjórtán þúsund manna hverfi, það æfa hundrað og tuttugu strákar í 6. flokki knattspyrnu. Þessir strákar vilja sjálfsagt fá að keppa, heldurðu að hér rísi ekki nýtt félag með tímanum? „Nei, það held ég ekki. Ármann átti til dæmis að koma hingað en það verður ekki. Fjölnir fær öll þau svæði hérna sem áætlað er að verði til úthlutunar fyrir íþróttaiðkun. Varðandi fjöldann sem æfir þá er verið að breyta reglum Knattspyrnusambands ís- lands í yngstu flokkunum á þann veg að keppni verði lögð niður innan tólf ára og þá losnum við við þetta vandamál. En á með- an keppni er í yngstu flokkunum þá höfum við sótt um til KSÍ að fá að senda fleiri en eitt lið á mót. Við gerum allt fyrir börnin og unglingana og leggjum aðaláhersluna á þau. Við erum fyrst og fremst hér í hverfinu til að hugsa um börnin og unglingana." - Ungmennafélagið Fjölnir hefur vaxið hratt. Þið eru ekki hrædd um að missa tök- in á þessu og að félagið sprengi utan af sér? „Nei, það er ég ekki hræddur um. Sá fjöldi fólks sem er með okkur í þessu gerir þetta af miklun heilhug og dugnaði. Ég er viss um að félagið verður í góðum höndum þegar ég yfirgef skútuna. Þetta fólk sem er að hjálpa okkur að hugsa um börnin okkar stendur sig mjög vel og svo á eftir að verða áfram í félaginu. Hverfið er stórt en við munum geta þjónað öllum þessum svæð- um en við þurfum að fá betri aðstöðu á næstu árum og hana fáum við með aðstoð Reykjarvíkurborgar." - Þótt félagið sé ungt þá er nægur efni- viður til staðar og góður árangur hefur náðst íkeppnum. „Við eigum orðið íslandsmeistara í tennis, handbolta, fótbolta, tae kwondo, glímu, frjálsum og karate. Árangurinn hjá okkur er sýnilegur hvar sem er en það sem við leggjum mesta áherslu á er að iðkend- urnir hafi gaman að æfa með okkur og það hefur tekist. Ef þessir iðkendur hefðu ekki gaman af því að vera hérna að þá væru þeir í öðrum félögum í dag. Hér ríkir sér- stakur Fjölnisandi sem hver einasti maður finnur þegar hann keyrir yfir Gullinbrú." Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég er sannfærður um að innan örfárra ára verður Fjölnir kominn með úr- valsdeildarlið í knattspyrnu. Fjölnir verðu líka komið í toppbaráttu í handbolta og jafnframt í körfunni. Auk þess munu aðrar deildir verða framarlega. Ég er sannfærður um að Fjölnir á eftir að verða eitt af stóru afreksíþróttafélögunum á landinu ef svo fer sem horfir í dag. Við höfum ótakmarkaðann efnivið og nú reynir á borgina að standa vel og hlúa að félaginu. Foreldrarnir geta ekki staðið í þessu sjálf, við þurfum aðstoð til að byggja upp íþróttaaðstöðu og okkur vantar tvö íþróttahús í viðbót. Ef þetta verður að veruleika þá eigum við eftir að verða talin með stærri félögunum á landinu innan skamms." - Nú ert þú að hætta formennsku innan tíðar. Mikil eftisjá? „Bæði og. Það hefur verið rosa- lega gaman að taka þátt í að byggja upp þetta svæði. Það hefur gefið sjálfum mér persónulega mjög mikið að hafa verið með öllu þessu góða fólki sem hefur komið að félaginu í gegnum árin. Ég er hreýkinn af því fyrir hönd allra þeirra sem hafa starfað með mér í þessu. Félagið Fjölnir er ekkert annað en það fólk sem að félaginu stendur. Það voru viss for- réttindi að fá að leiða félagið í fimm ár og ég kveð skútuna með söknuði. Auðvitað getur maður þó ekki alveg sagt skilið við fé- lagið og ég mun að sjálfsögðu halda áfram að starfa fyrir það um ókomin ár, en þó ekki sem formaður." Silkiprentun Borðfánar Ú t i f á n a r V i ð h a f n a r f á n a r L í m m i ð a r Bolaprentun Ski Itagerð Bílamerkingar Gluggamerkingar SILKIPRENTUN SiF Skipholti 35, 105 Reykjavík Sími 553-9960, Fax 553-9961 ( Q. L Snorri ræðir hér við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hann treystirá að Reykjavíkurborg reisi tvö ný íþróttahús í Grafarvogi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.