Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 13
körfubolta 03 hann serði fyrir nokkrum árum. Scottie Pippen hefur lítið getað aðstoðað félaga sína þar sem hann hefur setið í jakkafötunum á varamanna- bekknum vegna meiðsla. Þeir sem enn trúa á þreykið halda því fram að liðið geti hreinlega ekki verið án Pippens og að allt muni smella í gang í janúar þegar hann snýr aftur. Aðrir eru hins vegar ekki svo bjartsýnir og segja tíma Chicago Bulls liðinn. Ungir og efnilegir strákar eru að koma upp hjá öðrum liðum og á meðan þeir batna versna gömlu jaxl- arnir hjá Chicago lélegri. Meðalaldur Chicago-liðsins er um 30 ér og allir eru þeir Jordan, Rod- man og Pippen komnir á fertugs- aldurinn. „Það þýðir hins vegar ekki að leggja árar í bát," sagði Michael Jordan í sjónvarps- viðtali fyrir stuttu og hann er nokkuð viss um að liðið smelli í gang aftur. „Það er einhvert andleysi í strákunum núna og þeir hafa ekki það sjálfstraust sem þarf. Ég held hins vegar að þegar Pippen snýr aftur hrökkvi Chicago-vélin f gang og sjálfstraustið komi til baka." „Þrír jafngóðir leikmenn hafa aldrei áður leikið í sama liðinu í NBA-deildinni" sagði fréttamaður NBC-sjónvarps- stöðvarinnar þegar liðið Chicago Bulls tryggði sér meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Þarna átti hann við galdramanninn Michael Jordan, frá- kastarann Dennis Rodman og besta varnarmann NBA-deild- arinnar Scottie Pippen. Þessir þrír hafa slegið flest þau met sem hægt er slá í NBA-deildinni og flestir voru farnir að trúa því að þeir væru óstöðvandi. Jerry Krause, stjórn- arformaður Chicago Bulls, endurnýjaði samn- inga allra gulldrengjanna sinna fyrir þetta tímabil og hélt því að hann hefði pálmann í höndunum eitt tímabil til viðbótar. Rodman, Jordan og Pippen eru hins vegar að eldast. Pippen hefur ekkert leikið á tímabilinu vegna meiðsla og Jordan má ekki hvíla sig of lengi í hverjum leik þar sem meiðsli á hendi taka sig upp þegar kappinn kólnar. Rodman er sá eini í lagi líkamlega en það er ekki hægt að segja það sama um andlega heilsu kappans. Rodman hefur mætt illa á æfingar [ vetur og byrjaði til dæmis mjög seint að æfa þar sem ekki var búið að ganga frá launamálum hans. Þessi vandræði þríeyksins hafa komið niður á liðinu sem nú þegar hefur tapað 7 leikjum í NBA-deildinni það sem af er vetrinum. Michael Jordan hefurekki náð sér á strik og má til dæmis nefna að skothitni hans hefur aðeins verið um 39% sem þykir nú ekki gott. Rodman hefur rifið niður þetta 10-15 fráköst þegar hann nennir því en svo koma leikir inn á milli sem hann hreinlega sést ekki í. Rodman hefur útskýrt það þannig að hann hafi ekki lengur jafnmikinn áhuga á 1

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.