Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1998, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.02.1998, Qupperneq 10
Stórmót IR Eitt alglæsilegasta frjáls- íþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi fór fram í Laugardalshöll í upphafi ársins. Þar voru margir af bestu frjálsfþróttamönnum heims sem mættu til leiks og kepptu við okkar besta fólk Það vantaði ekki stjörnurnar á Stórmót ÍR sem haldið var í Laugardalshöll í upphafi árs. Allt okkar besta íþróttafólk var mætt til keppni og nægir þar að nefna; Jón Arnar, Guðrúnu, Völu og Einar Karl sem öll glímdu við erfiða keppinauta utan úr heimi. Jón Arnar mætti léttari til leiks en vanalega og sást það vel í langstökkinu þar sem hann fór lét yfir sjö metrana og minnstu munaöi að það dygði honum til sigurs í þríþautinni. Það var hins vegar fyrrum heims og Ólympíumeistari, Tomas Dvorak, sem hafði betur á endasprettinum og nældi sér í gullmedalíuna. Jón Arnar var annar en Bandaríkjamaðurinn Chris Huffins varð að láta sér nægja þriðja sætið. Guðrún sterk Okkar sterkasta hlaupakona, Guðrún Arnardóttir, mætti í feiknagóðu formi og nældi sér í gull og silfurmedalíu. Guðrún sigraði glæsilega í 50 metra grindahlaupi en varð að játa sig sigraða eftir spennandi keppni í 50 metra spretthlaupi. Stangarstökksdrottningin okkar, Vala Flosa- dóttir eða Flasa Völudóttir eins og einn íþróttafréttamaðurinn okkar kallaði hana, sýndi að hún er að komast í fyrra form þegar hún sveif hátt yfir 4,20 en það var sama hæð og hún fór yfir á Afmælismóti ÍR í fyrra. Vala þurfti að sjá eftir gullinu til Danielu Bartovu sem stökk sömu hæð en notaði færri tilraunir. Einar Karl nálgast Það var mikil spenna í hástökkinu þegar Einar Karl Hjartarson reyndi við nýtt fslandsmet í greininni. íslandsmetið á Gunnlaugur Grettisson sem einmitt var dómari á stórmótinu. Einar Karl fór hátt yfir 2,10 en þegar hann reyndi við 2,16, fslandsmetið, tókst atrennan ekki nógu vel og hann felldi þrisvar. Gunnlaugur Grettisson sagði eftir mótið að hann byggist ekki við að halda metinu út árið (Einar sló metið á næsta móti). ,,Einar Karl hefur alla burði til að slá metið og mér finnst líklegt að hann fari yfir 2,16 á næsta móti - hann þarf bara aðeins að laga atrennuna og þá svífur hann langt yfir,“ segir Gunnlaugur. Texti: Jóhann Ingi Myndir: Jóhann Ingi Bandaríkjamaöurinn Chris Huffins var vinsæll hjá yngri kynslóðinni og hann gaf sér góöan tima til aö gefa þeim eiginhandaráritanir. Jón Arnar Magnússon varö aö láta sér nægja 2. sætiö eftir mikla rimmu viö Thomas Dvorak. Jón Arnar kastaði iengst allra í kúluvarpinu eöa 15,50 Chris Huffins virðir fyrir sér tugþrautarkappa framtíöarinnar. Sonur Jóns Arnars Magnússonar er hér ásamt frænku sinni aö fylgjast meö keppninni.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.