Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 10
Því miður verða stúlkurnar síkátu, Þóra Karítas Árnadóttir og Maríko M. Ragnars- dóttir, ekki á skjá landsmanna í vetur, en þær stjórnuðu þættinum Hjartslætti í Strætó á SkjáEinum í sumar at stakri snilld og naut þáttur þeirra mikilla vinsælda. Þrátt fyrir afbragðsþátt og góða framkomu í sjónvarpi eru stúlkurnar á allt annarri línu dags daglega, en Þóra lauk guðfræðinámi við Háskóla íslands síðasta vor og Maríko er á öðru ári í viðskipta- fræði við Háskólann í Reykjavík. Valdimar Kristófersson hitti hinar bros- mildu stúlkur og lék forvitni á að vita hvað þær ætluðu að gera í vetur og hvort eitthvert framhald yrði á veru þeirra í sjónvarpi. Erfiðleikarnir fólust í því að stilla saman tíðahringinn! Fráhvarfseinkenni! Síðasti þátturinn ykkar var í lok ágúst - hvað hafið þið verið að bralla síðan? ,,Ég tók mér frí eftir þáttinn en er að bralla ýmislegt þessa dagana. Ég er að klára að þýða bók sem er ætluð unglingsstelpum. Bókin kemur inn á margt í menningu okkar og umhverfi og m.a. er verið að skoða það sem er í gangi í auglýsingum og fjölmiðlum og athuga hvað gerir okkur gott og hvað ekki,“ segir Þóra. Það er til dæmis verið að hvetja stelpur til að skoða hverjar fyrir- myndir þeirra eru, kenna þeim að setja mörk og taka sjálfstæða afstöðu í ýmsum málum, segir hún og bætir því við að stefnt sé að því að gefa bókina út fyrir jólin. Mar- íko einbeitir sér hins vegar að viðskipta- fræðinámi við Háskólann í Reykjavík. Þær verða ekki með þátt sinn Hjartslátt í Strætó í vetur, en skyldu þær hafa verið búnar að fá nóg hvor af annarri? ,,Nei, alls ekki. Við náum ótrúlega vel saman og hittumst enn oft enda auðvelt að fá fráhvarfseinkenni þegar maður er búinn að hittast á hverjum degi f fjóra rnánuði," segir Maríko og heldur áfram: „Það stóð aldrei til að vera með þáttinn í vetur, en hver veit hvað verður næsta sumar. Það er gott að fá smá frí frá þessu og hlaða batteríin upp á nýtt og hver veit hvað við tvær eigum eftir að bralla saman í framtíðinni." En rifust þið aldrei? „Samstarfið var ein- staklega gott og við rifumst ekki í eitt ein- asta skipti. Við vorum einmitt að hlæja að því um daginn að mestu erfiðleikarnir fólust í því að stilla saman tíðahringinn hjá okkur,“ segir Þóra og Maríko hlær og bætir við: „Við trúum öllu yfirnáttúrulegu í dag. Ef eitt- hvað skrýtið gerist þá segjum við bara: Þetta er nú ekkert fráleitara en að hægt sé að stilla saman tíðahringinn.“ Þóra, þú ert með B.A. próf í guðfræði. Hvernig stóð á því að þú fórst í þetta nám? „Forvitni. Ég var óákveðin eins og ég er enn í dag, en mig langaði bara að prófa þetta. Þetta var skemmtileg reynsla og ég kom náminu vel heim og saman við vinn- una, en á sama tíma var ég með Pensúm, sem var háskólaþáttur sýndur á SkjáEinum.” Ertu mikið tengd Guði? „Ég vildi oft óska þess að ég væri í meiri tengslum við Guð. Að trúa á Guð fyrir mér er að trúa á fegurð- ina í lífinu og ef þér tekst það hlýturðu að vera í góðum málum. Ég er ekki bókstafs- trúarmanneskja og það er langt frá því að mér finnist einhver trúarbrögð fullkomin eða betri en önnur. Trúin getur kannski í grunninn verið góð en trúarbrögð eru í raun túlkun ótal manna og kvenna í gegn- um tíðina á trúnni. Ég get ekki samþykkt að það sé heillavænlegt að trúa trúar- brögðunum, þ.e. að gleypa hrátt við þeim, sumt hefur verið mistúlkað eða rangtúlkað annað oftúlkað og svo er margt sem úr- eldist eins og gefur að skilja. Þess vegna reyni ég að beita heilbrigðri skynsemi á trúarbrögðin til þess að geta trúað.“ En hvað er verið að fást við í guðfræð- inni? „Guðfræðin er mjög áhugavert nám og veitir innsýn inn í ótal margt. Þú færð nýja sýn á samfélagið sem þú býrð í og á allan heiminn. Ég hef þó mestan áhuga á siðfræðinni og sálgæslunni og núna er ég að reyna að ákveða hvert ég á að stefna næst í námi, lögfræði, sálfræði eða leiklist. Helst vildi ég læra þetta allt. Sjónvarps- vinnan hefur líka vakið áhuga minn á kvikmyndagerð."

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.