Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 13
Fegurðardrottning íslands 2002 heitir Manúela Ósk Harðardóttir og er nem- andi í MR. Hún er á náttúrufræðibraut og lýkur námi næsta vor en stúlkan er 19 ára. Þegar Valdimar Kristófersson hitti þessa blómarós í höfuðstöðvum UMFÍ þá skein gleðin og sjálfstraustið úr andliti hennar, en líf þessarar ungu og glæsilegu fegurðardrottningar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Á sínum yngri árum, og ailt fram að mennta- skóla, lenti hún í einelti og átti lengi vel mjög erfitt. Valdimar Kristófersson settist niður með Manúelu og ræddi við hana um fegurðarsamkeppnina, Mike Tyson, einelti, reykingar og áfengi, en Manúela reykir ekki og hefur aldrei smakkað áfengi, enda fyrirmyndarstúlka. Þaö liggur beinast við aö spyrja hvort það hafi verið draumur Manúelu þegar hún var yngri að verða fegurðardrottning? ,,Nei, það var kannski ekki beint draumur hjá mér, en ég man alveg eftir því að ég gekk í gegnum visst tímabil þarsem ég var prinsessan á heimilinu. Það var í raun aldrei stefnan hjá mér að taka þátt í fegurðar- samkeppni og ég var mjög lengi að ákveða mig hvort ég ætti að taka þátt í Ungfrú Reykjavík í fyrra. Það var frekar fyrirsætuheimurinn sem heillaði mig þegar ég var yngri. Ég reyndi fyrir mér erlendis en var aðeins 13 ára þegar ég fór út til New York að starfa sem fyrirsæta og var alltof ung. Ég hafði ekki nægilegan þroska til að takast á við marga hluti, t.d. höfnun og annað slíkt og var því fljót að brotna niður. Þetta var samt skemmti- legur og þroskandi tími, en þetta var rosalega mikil vinna. Það er margt gott í fyrirsætuheiminum en líka margt slæmt." Manúela öak Harðardóttir Er alltaf meðvituö um hvað ég er að gera Manúela Ósk Harðardóttir fegurðardrottning íslands hvorki reykir né drekkur

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.