Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 16
■Eorvarnabloð SkinfoxQ Höfðu forvarnir einhver áhrif á þig? ,,Já, vissulega. Þessar forvarnir komu alla vega þeim skilaboðum til mín að þetta væri hættulegt." Var lögð í einelti Hvað með áfengið. Var enginn hópþrýst- ingur þar? ,,Nei, og ef ég segi alveg eins og er þá var ég dálítið mikið ein á þessum árum. Ég átti við eineltisvandamál að stríða og var því mikið ein með sjálfri mér og því fyrir utan þennan hóp sem var byrjaður að fikta með áfengi og sígarettur. Hann hafði því ekki áhrif á mig enda hafði ég ekki áhuga á að falla inn í hópinn hjá þeim. Ég hélt bara minni stefnu, var í ballett og dansi og gerði þar sem ég vildi gera.“ Lentir þú í alvarlegu einelti þegar þú varst yngri? ,,Já, og það var alveg hræði- legt. Ég lenti í því strax í barnaskóla. Ég held að þetta hafi allt byrjað með afbrýðis- semi, en sem barn lék ég í mörgum leik- ritum og barnasýningum í Þjóðleikhúsinu. Krakkarnir í skólanum vissu af þessu og strax þegar ég var í átta ára bekk þá var ég útskúfuð og lögð í einelti." Var algjört helvíti Og heldur þú að það hafi verið vegna afbrýðissemi? ,,Já, það er alla vega það fyrsta sem kemur upp í hugann. Umræðan um einelti er orðin miklu opnari í dag en áður og helstu ástæðu eineltis telja menn vera afbrýðissemi hjá krökkum. Mér fannst ég aldrei gera neitt slíkt á hlut krakkanna sem verðskuldaði slíka framkomu. Ég hætti meira að segja í Melaskóla út af einelti og fór í Miðbæjarskóla, sem er einkaskóli. En eineltið hélt síðan áfram og í Hagaskóla var þetta algjört helvíti. Ég var bara ekki tekin í sátt.“ Var eineltið þá í formi stríðni eða á einhverju öðru formi? ,,Já, fyrst til að byrja með var þetta bara stríðni. Ég fékk ekki að vera með í neinum leikjum og fékk glósur um að ég væri Ijót og leiðinleg. Þegar ég varð eldri og fór í Hagaskóla þá breyttist þetta í ofbeldi. Þá voru stelpurnar orðnar svo miklar gellur og ætluðu að lemja mig, fötunum mínum var stolið meðan ég var í skólasundi o.fl.“ Voru þetta bæði strákar og stelpur? ,,Nei, þetta voru aðallega stelpur." Ertu þá mikil strákastelpa? ,,Já, ég á bara stráka sem vini. Strákar eru bara miklu skemmtilegri og miklu traustari vinir. Það er kannski eðlilegt að ég hugsi svona eftir það sem ég lenti í, en ég kynntist fullt af góðum og skemmtilegum stelp- um í fegurðarsamkeppninni og eru margar þeirra ágætisvin- konur mínar í dag og mér þykir vænt um þær. Hins vegar eru stelpurnar sem hafa verið leiðinlegar við mig í gegnum tíðina að þroskast, sem betur fer fyrir þær enda flestar orðnar 19 ára.“ Þátttakan í feguröarsam- keppninni hafði góð áhrif á mig Mér fannst ég aldrei gera neitt slíkt á hlut krakkanna sem verðskuldaði slíka framkomu. Ég hætti meira að segja í Melaskóla út af einelti og fór í Miðbæjarskóla, sem er einka- niður þegar eineltið átti sér stað, en í keppninni náði ég að byggja mig vel upp á nýjan leik og hún hjálpaði mér rnikið." Hefur þetta áhrif á þig enn í dag? ,,Já, það gerir það, þegar ég horfi til baka. Mér finnst voðalega sárt að hafa lent f þessu enda voru þetta erfiðustu ár lífs míns. Ég grét stöðugt, mér leið hræðilega illa og þetta var rosalega erfitt og leiðinlegt tímabil. Ég reyni þó að horfa á björtu hlið- arnar og vera þakklát því ég væri ekki sú manneskja sem ég er núna ef ég hefði ekki lent í þessu. Ég er miklu sterkari karakter vegna þessa og mér finnst ég líka koma betur fram við Hvaða áhrif hafði eineltið á þig? ,,Mjög skemmandi, sjálfs- traustið var langt niðri og ég var mjög lítil í mér lengi vel á eftir. Þátttaka mín í fegurðarsam- keppninni hafði mjög góð áhrif á mig. Ég hef alltaf verið of- boðslega feimin og það var stöðugt verið að brjóta mig skóli. En eineltið hélt síðan áfram og í Hagaskóla var þetta algjört helvíti. Ég var bara ekki tekin annað fólk vegna þess að það var komið illa fram við mig.“ Og eitt að lokum. Kemur fegurðin að utan eða innan? ,,Það er engin spurning að fegurðin kemur að innan. Það skiptir rosalega miklu máli að einstaklingurinn hafi útgeislun sem kemur innanfrá."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.