Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 19
Neyslan oft tengd við
dauðsföll
Karl Steinar Valsson er afbrotafræðingur og yfirmaður
forvarna- og fræðsludeildar lögreglunnar. í forvarnadeild
er, eins og nafnið gefur til kynna, unnið að öllu for-
varnastarfi embættisins. Þar eru heimsóknir í leikskóla,
grunnskóla og framhaldsskóla undirbúnar og eins
fræðsluerindi fyrir ýmsa aldurshópa um margvísleg
málefni sem snerta lögregluna. Þá starfa í deildinni sjö
hverfislögreglumenn sem sinna sérstaklega málefnum
barna og ungmenna í tilteknum hverfum borgarinnar. Öll
hverfi í umdæminu hafa slíkan starfsmann sem vinnur
meðal annars með skóla- og fálagsmálayfirvöldum auk
þess að sinna rannsóknum mála sem varða börn og
ungmenni. Valdimar Kristófersson ræddi við Karl Steinar
um fíkniefni, forvarnir og aðstæður sem lögreglumenn
geta lent í vegna misnotkunar á áfengi og fíkniefnum.
horfi gagnvart neyslunni. Ef satt er erum
viö þá stöðugt að sökkva dýpra?
„Já, því miður virðist sem sölumönnum
þessara efna hafi tekist að blekkja ung-
menni og telja þeim trú um að neysla þess-
ara efna sé skaðlaus og hafi lítil önnur áhrif
á einstaklinginn en sæluáhrif. Þetta er
alrangt og við höfum mörg dæmi um and-
lega vanlíðan tengda neyslu efna og frá-
hvarfseinkenni sem koma eftir að neyslu er
hætt. Innan læknavísinda er alltaf verið að
rannsaka þetta betur og betur og það er
þess vegna sem efnin eru bönnuð. Því er
undarlegt til þess að vita að menn séu
almennt að velta því fyrir sér hvort þessi efni
séu skaðleg eða ekki.“
Hvernig stendur á þessari auknu neyslu
ungiinga; eru ríkisstjórnin og landsmenn
í heild sinni að gefa eftir í baráttu sinni
gegn fíkniefnum?
„Nei, ég held einmitt að aldrei hafi verið
unnið jafn mikið og skipulega í þessum mál-
um. Mikil samvinna hefur verið við þá sem
láta sig þessi mál varða, umtalsverðum fjár-
munum hefur verið varið til málaflokksins og
menn reynt að gera eitthvað sem telja megi
líklegt til árangurs."
Hvað er til ráða?
„Áframhaldandi skipulagt starf þar sem
skýrðar eru fyrir einstaklingum hugsanlegar
Aldurinn lækkað á
undanförnum árum
Hvernig er staðan á íslenskum
fíkniefnamarkaði í dag?
„Á undanförnum árum hefur að-
gengi að ýmsum tegundum fikni-
efna aukist nokkuð jafnt og þétt. Ef
við horfum um 10 ár til baka þá
voru það einkum kannabisefni
sem voru ráðandi á markaðinum
og oft bar á því að skortur væri á
efnum. í dag er staðan sú að aukn-
ing hefur einkum verið í amfeta-
míni og E-töflum og svo virðist
sem sjaldan sé skortur á efnunum.
Þó gerist það helst eftir að lög-
reglan hefur lagt hald á umtalsvert
magn fíkniefna."
Hver eru algengustu efnin í
dag?
„Algengustu efnin í dag eru því
kannabisefni, amfetamín og E-
töflur."
Því miður virðist svo vera að
aldur þeirra sem nota fíkniefni
fari lækkandi. Er auðvelt fyrir
unglinga að nálgast fíkniefni?
„Því miður hefur aldur þeirra sem
eru að neyta efna lækkað á undan-
förnum árum, þó ekkert sérstak-
lega alveg nýlega. Þetta er þró-
un sem við sjáum gerast og er í
samræmi við það sem þekkist á
Norðurlöndunum. Auðvelt virðist
að útvega sér efnin og má kann-
ski helst bera það saman við það
hvernig ungmenni nálguðust
áfengi fyrir rúmum áratug síðan.
Tók smá tíma en var vel fram-
kvæmanlegt."
Hvar eiga þessi viðskipti sér
helst stað?
„Það er allur gangur á því hvern-
ig þessi viðskipti fara fram. Yfir-
leitt er slíkt ekki mjög áberandi
en talað er um að mikil viðskipti
eigi sér stað í tengslum
skemmtanalífið auk þess sem
menn hafa sínar aðferðir til að
mæla sér mót.“
Jákvæð viðhorf gagnvart
neyslunni
Samkvæmt upplýsingum af
heimasíðu SÁÁ virðist sem
áhugi unglinga á fíkniefnum
hafi aldrei verið meiri en
þessar mundir og að
þeirra birtist í jákvæðu við-
Ljósmynd: Árni Sæberg