Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2002, Page 20

Skinfaxi - 01.08.2002, Page 20
Eorvarnablað Skinfaxa afleiðingar neyslu, skipulögð vinna með lausnum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð og leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn eru lykilatriði í mínum huga.“ Hver eru hættulegustu efnin á markaðinum núna? „Hættulegustu efnin núna eru amfetamín og E-töflur.“ Einstaklingar í neyslu fremja sjálfsvíg Leiða þau oft til dauðsfalla? „Neysla á þessum efnum hefur oft verið tengd dauðs- föllum. En erfitt er, vegna þess hvernig dauðsföll eru skráð, að segja nákvæmlega til um tölu þeirra sem lát- ist hafa af völdum neyslu. Við vitum um sjálfsvíg ein- staklinga sem hafa verið í neyslu en mér vitanlega hefur ekki verið gefin út tala um dauðsföll sem beint má rekja til neyslu en ég ítreka að það er frekar vegna skráningarmála en þess að tilvikin finnist ekki.“ Gera unglingar sér yfirhöfuð grein fyrir hættunni sem stafar af notkun fíkniefna? „Almennt held ég að unglingar séu oft undir miklum þrýstingi að prófa þessi efni þótt þau undir niðri geri sér grein fyrir hættunni. Því miður láta ýmsir undan þessum þrýstingi og prófa og hjá sumum verður þá ekki aftur snúið.“ Hvað fylgir aukinni fíkniefnaneyslu unglinga og íslendinga? „Þessari neyslu fylgir ýmislegt fleira. Þar má t.d. nefna óheilbrigt líferni og ofbeldi, jafnvel kynferðislegt ofbel- di. Virðing manna fyrir einstaklingnum í þessum fikni- efnaheimi er ekki mikil og það kemur skýrt fram í hegðun þeirra sem eru f neyslu.“ Má rekja innbrotafaraldurinn undanfarna mánuði hér á landi til fíkniefna? „Við höfum skýr dæmi um það og reyndar hafa ein- staklingar sem við þekkjum og erum að handtaka vegna margvíslegra brota tjáð okkur að þeir fremji brotin til að fjármagna neyslu sína.“ Það fara af því sögur að lögreglan ráðleggi jafnvel fólki sem er rænt, hótað eða beitt ofbeldi að kæra ekki þótt vitað sé hver gerandinn er vegna hættu á að hann hefni sín á viðkomandi á ein- hvern hátt eða jafnvel hóti að meiða fjölskyldu hans. Er þetta rétt og hvað er þá til bóta - stöndum við berskjöld- uð gagnvart afbrota- mönnum sem lifa og hrærast í þessum fíkni- efnaheimi? „Þetta er reyndar ekki rétt því við hvetjum fólk til að kæra og tilkynna um þessi tilvik. Við veitum síðan fólki aðstoð við að bregð- ast við þessum málum því það að kæra ekki er að okkar mati ekkert annað en að sætta sig við stöð- una og þannig ýta undir áframhaldandi þróun.“ Lögreglumenn verða oft vitni að hryllilegum at- burðum, sem hægt er að tengja við áfengi eða fíkniefni á einn eða ann- an hátt. Hvað er það ver- sta sem þú hefur séð og lent í? „Ég held að það sem hefur mest áhrif á okkur séu mál sem varða börn og þær aðstæður sem þau verða því miður stundum að þola. Ég held að þau tilvik þar sem mað- ur varð að kalla til barna- verndaryfirvöld og láta fjar- lægja börn vegna óreglu og sinnuleysis foreldra sé það sem mest situr í mér.“ Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir álaginu sem fylg- ir lögreglustarfinu. Eru svefntruflanir og martraðir algengir kvillar á meðal lög- reglumanna? „Eflaust er það til, lögreglu- menn eru þó fljótir að brynja sig fyrir þessum málum, leysa þau eftir bestu samvisku og reglum og kalla til aðstoð eins og hægt er. Við höfum síðan einnig okkar leiðir til að byggja okkur upp og leita okkur að- stoðar. Hjá embættinu í Reyk- javík hefur í mörg ár starfað einstakur prestur, séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sem við bæði fáum til að aðstoða okkur í erfiðum málum og einnig til að aðstoða okkur persónulega. Hann nýtur sér- stakrar virðingar meðal lög- reglumanna og þeirra að- standenda og hefur reynst mörgum vel.“ Fólk þarf að vinna saman Hvernig sérðu framhaldið fyrir þér, getum við haldið utan um hlutina eða verður þetta botnlaus barátta sem tekur engan enda? „Þetta er mjög erfitt verkefni en ekki ómögulegt en það byggist á því að fólk sé tilbúið að vinna vel saman og ganga ákveðið til verks. Mér finnst vera mikill vilji til þess og hef því fulla trú á að snúa megi þróun mála við.“ Hvernig geta foreldrar kom- ist að því hvort barnið þeirra sé farið að fikta með sterk efni, hvað eiga þeir þá að gera og hvert eiga þeir að leita? „Það er misjafnt hvernig for- eldrar uppgötva að þeirra barn sé í neyslu. Við höfum gefið leiðbeiningar á heimasíðu okkar til fólks því við höfum fundið að marga foreldra skor- tir verulega þekkingu á þess- um málum. Á heimasíðu okkar eru einnig upplýsirigar um hvað hægt er að gera og fleiri heimasíður gefa leiðbeiningar um viðbrögð og hvert leita megi aðstoðar."

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.