Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2002, Page 28

Skinfaxi - 01.08.2002, Page 28
Porvarnnbloð Skinfo*e að ganga í gegnum margt á tímabilinu og það koma tímar sem maður er alveg gjörsamlega búinn líkamlega, en þetta er allt þess virði þegar það gengur jafn vel og það gekk í fyrra.“ Þú segir að það reyni mikið á líkamann. Menn þurfa væntanlega að fara vel með sig og hollt mataræði o.fl. - er væntanlega stór þáttur í þessu? ,,Já, það er rétt. Það kemur næringarfræðingur til okkar einu sinni í viku og eru þá allir leikmennirnir fitumældir og athugað með formið. Auk þess þurfum við reglulega að skrifa niður, heila viku í senn, hvað við borðum og svo fer næringarfræðingurinn yfir þetta og bendir okkur á hvað við megum bæta til að vera sem best undirbúnir. Þannig að það er fylgst mjög vel með okkur.“ Hvað með franskar, hamborgara, gos o.fl.? „Þetta er allt stranglega bannað og allt látið í friði. Maður verður að hafa allt með sér sem mögulegt er í þessu svo maður haldi út og því skiptir rétt mataræði miklu máli. Hjá WBA verða allir í liðinu að vera undir 10% í fitu annars eru menn teknir fyrir og látnir hafa fyrir hlutunum. Ég viðurkenni þó að ég fer ekki í gegnum heilt tíma- bil án þess að fá mér franskar og borgara, en það er aldrei oftar en kannski einu sinni á tvegg- ja vikna fresti. Maður verður að leyfa sér smá frjálsræði annað slagið en það er bara undan- tekning. Gos og sælgæti er einnig á bannlista- Allt innan löglegra marka Er eitthvað um það í enska boltanum að menn séu að taka inn ólögleg lyf til að halda sér í góðu ástandi og til að ná sér fyrr eftir meiðsli? ,,Nei, alls ekki. Þess vegna erum við með næringar- fræðinginn en hann fylgist vel með því hvað fer ofan í okkur. Leikmenn WBA taka allir fæðubótaefni og passar næringarfræð- ingurinn vel upp á að þau séu innan löglegra marka. Auk þess fylgist hann vel með ef menn eru að taka einhver lyf vegna veikinda t.d. eins og hóstamixtúru o.fl., þannig að það er vel fylgst með okkur." Farið þið reglulega í lyfjapróf? ,,Já, það er fylgst mjög vel með þessu hjá enska knattspyrnusambandinu og menn frá þeim geta dottið inn hvenær sem er, jafnvel á æfingar og einnig í leiki þannig að eftirlitið er strangt." Þú ert orðinn 29 ára og þótt þú sért farinn að eldast þá ertu enn á besta aldri, en finnst þér orðið erfiðara að koma þér í form nú en þegar þú varst yngri? „Það hefur mikið breyst hvað varðar sumrin. Hérna áður fyrr tók maður sér alveg frí í tvo mánuði en í dag hægir maður vissulega á sér strax eftir mót en heldur sér við og tekur ekkert frí. Ef ég tæki frí núna þá væri ég alltof lengi að koma mér í gang aftur og það þyrfti heljarinnar átak til að koma sér í toppform aftur.“ Eru leikmönnum sett ströng boð og bönn, t.d. varðandi áfengi? „Já, þá má t.d. ekki sjást til okkar fjórum sólarhringum fyrir leik á skemmtistöðum og börum sem selja áfengi. Það þýðir jafnvel ekkert fyrir okkur að fara á slíka staði stuttu fyrir leik þótt leikmenn séu ekki að fá sér í glas. Það er nóg að fólkið sjái þig á þessum stöðum og þá er það fljótt að leggja saman tvo og tvo og kjaftagangurinn og slúðrið fer í gang þannig að það er vissara að halda sig heima. Leikmenn fara því eftir þessu enda er ekkert annað hægt.“ Fara menn þá nokkurn tímann út að skemmta sér þegar leikjadagskráin er þétt? ,,Það kemur fyrir að menn fari út að skemmta sér en fara þá mjög hóflega í hlutina. Það hefur mikið breyst hérna í Englandi frá því að ég fyrst kom hingað 1994. Þá fóru menn beint eftir leiki á barinn og fengu sér nokkra bjóra í staðinn fyrir að fá sér einhverja íþróttadrykki og síðan var djúsað í rútunni á leiðinni heim. Nú er alveg tekið fyrir þetta enda er fótbolt- inn orðinn tengdari viðskiptum í dag en í gamla daga og nú er t.d. ástand leikmanna miklu betra en það var fyrir nokkrum árum.“ Þú ert búinn að vera í þessu lengi og það vilja sjálfsagt margir feta í fótspor Lárusar Orra Sigurðssonar. Vilt þú koma ein- hverjum skilaboðum til ungu kynslóðarinnar sem horfir vonaraugum til atvinnumennskunnar? „Ég held að ég sé lifandi dæmi um það að maður þarf ekki að fæðast með einhverja ægilega hæfileika sem knattspyrnumaður til að geta náð langt í fótbolta. Maður þarf bara að vinna hart og leggja mikið á sig. Þegar ég var yngri var faðir minn strangur við mig og um helgar var ég settur í rúmið snemma á kvöldin þegar maður vildi heldur vera í bænum að skoða stelpurnar. Þannig að ef maður er tilbúinn að leggja mikið á sig, viljinn er fyrir hendi og menn eru nógu harðir við sjálfa sig þá er allt hægt.“ Þeim sem vilja síðan fylgjast með Lárusi Orra í vetur er bent á heimasíðu hans þar sem hægt er að finna reglulega pistla um gengi hans í deildinni og almennt um boltann. Heimasíðan er á ensku og er slóðin: larussigurdsson.com num.'

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.