Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2002, Page 33

Skinfaxi - 01.08.2002, Page 33
Forvarnablað Skinfaxa >s______________________________________________ leiðingar eineltis eru svo brjálæðislega margar. Það er því af gríðarlega mörgu að taka í þessu og það má ekki bara taka á einelti heldur þarf að taka á öllu í kringum það.“ Hver er einfaldasta skýringin á orðinu i einelti? ,,Það eru til margar útskýringar og kannski er sú einfaldasta og þekktasta: „Einelti er þegar einn einstaklingur eða fleiri ráðast endurtekið að einum einstaklingi eða fleirum í styttri eða lengri tíma. Þá með áreiti, hvort sem það er líkamlegt, andlegt, efnislegt eða munnlegt." Eins og einhver sagði þá geta högg tungunnar líka brotið bein.“ Sjálfsmorðin fleiri en menn halda Hverjir verða aðallega fyrir einelti? „Allir, það er enginn undanskilinn. Kannski eru þeir sem eru veikir fyrir og með lítið sjálfs- traust auðveldari bráð. Þeir eru líklegri fórn- arlömb og það er auðveldara að hræða þá til lengri tíma. Sterku einstaklingarnir í sam- félaginu verða líka fyrir þessu, en þeir eru harðari af sér og því varir eineltið í styttri tíma hjá þeim. En það segir sig sjálft að ef einstaklingur er sagður Ijótur og það ítrekað endurtekið heilan vetur, og bekkurinn tekur þátt í því, fer þolandinn að trúa því. Á íslandi eru framin á bilinu 60-70 sjálfs- morð á ári. Ég held að þau séu hátt í hundrað. Sjálfsvíg er ekki bara þegar einhver hangir í snörunni. Sjálfsvíg geta gerst á löngum tíma. Ég held því að það sé aldrei hægt að festa fingur á það hve margir fyrirfara sér vegna félagslegs áreitis f samfélaginu. Svo eru krakkar sem hafa reynt að fyrirfara sér alveg niður í sex ára aldur, sem barna- og unglingageðdeildin hýsir. Þetta eru krakkar sem við gleymum, enda neitum við að trúa því að sex ára gamalt barn geti reynt að fyrirfara sér, en þau gera það og hika ekki við að gera það.“ Og ástæðan er einelti? „Jaa, ekki er það áfengið eða fíkniefnin á þessum aldri. Það hljóta að vera einhverjar félagslegar aðstæður sem skapa þetta og þau vilja bara ekki lifa.“ i Þú hefur haldið í kringum 360 fyrirlestra og talað við fullt af börnum, unglingum og fullorðnu fólki. Lenda allir í einelti einhvern tímann á lífsleiðinni? „Já, ég mundi segja það. Það þekkja allir tilfinninguna. Einelti er fyrir mér þolandi, gerandi og áhorfandi. Þetta er allt undir sama hatti og ég geri nánast engan greinarmun þarna á milli.“ En það hlýtur að vera erfiðast að vera þolandinn? „Ef við pælum aðeins í því þá er það kannski ekki erfiðast. Kannski er erfiðara að vera gerandinn. Við verðum að átta okkur á að börn eru tilfinningalega van- þroskaðir einstaklingar miðað við fullorðna. Gerendur og þolendur eru einstaklingar sem þurfa aðstoð samfélagsins og aðstoð okkar hinna. Umræðan má ekki leiðast út í það sem hún hefur verið að gera undan- farið um vonda barnið og góða barnið. Þessi tilfelli eru eins misjöfn og þau eru mörg og hvert þeirra verður að taka sem sérstakt mál.“ Er það einhver ákveðinn aldur sem lendir frekar í þessu? „Þetta byrjar strax hjá börnum í leikskóla, en þetta er algeng- ast hjá grunnskólakrökkum, þau eru í mestu hættunni.“ Og þroskast menn síðan upp úr þessu? „Já, en þó ekki alltaf. Þetta fylgir sumum endalaust og ég hef verið að fá bréf frá fimmtugu fólki. Sá elsti sem hefur sent mér upplýsingar um sig er rúmlega áttræður og hann sendi mér 168 síðna ævisögu sína, sem er einelti út í gegn. Hann hefur því upplifað einelti alla sína ævi.“ Hvar á einelti sér helst stað? ,,í grunn- skólum landsins, en einelti á sér líka stað á fleiri stöðum eins og vinnustöðum. Það þekkja allir „vinnustaðafíflið" sem allir gera grín að eða nota sem skotspón. Einelti á sér einnig stað á heimilum, t.d. á milli hjóna og milli barna og foreldra. Einelti á sér því alls staðar stað, það er bara mismunandi í hvaða mynd það er.“ Kennarar geta ekki faðmað alla krakka Hvernig eiga foreldrar að bregðast við ef þeir komast að því að barnið þeirra er lagt í einelti? „Foreldrar verða að líta aðeins í eigin barm. Foreldrar eru hættir að taka ábyrgð eins og þeir eiga að gera. Línan hefur ekki verið dregin nógu skýrt á milli heimila og skóla. Hvar er uppeldis- línan? Kennarar geta ekki faðmað alla krakka sem koma í skólann og sagt þeim hvað þeir elski þau mikið. Þetta er hlutverk foreldra og þeir verða að gefa sér tíma í þetta. Við verðum að fara aftur í fornaldir og skoða fjölskylduhagi okkar og átta okkur á að fjölskyldan er besti sálfræðingurinn. Fólk verður að fara að hugsa, hvað get ég gert til að hjálpa fjölskyldunni minni." Hefur þá einelti aukist mikið á undan- förnum árum í nútímaþjóðfélagi þar sem efnishyggjan er allsráðandi og foreldrar verða báðir að vinna úti á kostnað barn- anna? „Ég veit það ekki. Ég forðast allar skoðanakannanir því þær eru Ijót mynd af fortíðinni og segja okkur ekkert um það hvernig staðan er í dag eða á morgun. í rauninni er ég aðallega ánægður með að umræðan hefur verið að opnast en ég er ekki frá því að einelti hafi verið að aukast og breytast örlítið. Krakkarnir eru farnir að nota vopn meira og ofbeldið hefur aukist, morðhótanir, SMS-skilaboð, ofsóknir, þetta hefur allt saman aukist gríðarlega mikið, þannig að einelti er með allt öðrum hætti í dag. Aðferðirnar eru orðnar svo háþróaðar og tæknilegar og þær breytast stöðugt á milli ára.“ Foreldrar verða að þekkja barnið sitt Geta foreldrar barna sem verða fyrir einelti áttað sig á því þegar barnið þeirra er lagt í einelti? „Já, já, en foreldrar verða þá að þekkja börnin sín tilfinningalega séð. Hvernig líður barninu t.d. þegar það sér ástarsenur í kvikmyndum? Það fer alltaf að hlæja, það verður grimmt. Foreldrar verða að þekkja innræti barnsins. Þá ferðu allt í einu að skilja að barn sem elskaði að horfa á ástarsenur í mynd fer allt í einu að slökkva á sjónvarpinu eða fara fram þegar slíkar senur eru sýndar. Barnið hættir að borða eðlilega, pissar undir á næturnar, vill allt í einu láta hætta að keyra sig í skólann, mætir seint í skólann og kemur seint heim. Af hverju? Af því að það fer alltaf lengri leið f skólann eða heim úr skólanum. Þetta geta allt verið afleiðingar eineltis, en fremst af öllu verða foreldrarnir að þekkja barnið sitt til að átta sig á þessu. Vandamálið núna er að foreldrarnir eru farnir að setja kröfurnar á skólana. Þeir eiga að sjá til þess að börnin komist heil á húfi frá A til Ö. Það gengur ekki og skólastjórnendur eru líka foreldrar og þeir þurfa að hugsa um sín börn. Þeim á ekki að líða eins og tauga- sjúklingum heima hjá sér á kvöldin með áhyggjur 15 heimila á bakinu og vanlíðan einhverra annarra barna. Ástandið er orðið mjög alvarlegt." Einelti getur átt sér stað í mörg ár. Þetta er ekki bara tímabundið á meðan þú ert í grunnskóla og síðan búið? „Nei, alls ekki. Þeir sem verða fyrir einelti verða að gera upp við sig hvort þeir ætli að vera aumingjar alla ævi, og labba með veggjum alla sína ævi, eða rísa upp gegn mótlætinu. Einelti er mótlæti og öll verðum við fyrir mótlæti á lífsleiðinni. Einhvern tímann á lífsleiðinni fáum við nóg af mótlætinu og rísum upp gegn því. Það er ekkert flóknara en það, en að sjálfsögðu getur verið erfitt

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.